Í vanda vegna fíkniefnaneyslu?

Höfundur: Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, FRÆ

Hvert geta foreldrar og ungmenni snúið sér þegar vandi steðjar að og hvar geta ungmenni leitað félagsskapar?

Því er gjarnan haldið fram að skortur á úrræðum og hjálp sé tilfinnanlegur í þjóðfélagi okkar þegar vímuefnaneysla barna og ungmenna er annars vegar. Ekki skal um það dæmt hér. Hitt er annað mál að e.t.v. kann skortur á aðgengilegum upplýsingum um það sem í boði er að ýta undir þá skoðun að á þessa þætti skorti. Hér á eftir er yfirlit yfir aðila sem veita þjónustu og hjálp vegna vanda sem tengist vímuefnaneyslu eða öðru. Bæði er um að ræða opinbera aðila og félagasamtök. Yfirlitið er þrískipt. Í fyrsta lagi eru tilgreindir þeir aðilar sem foreldrar geta leitað til. Í öðru lagi er sagt frá þeim aðilum sem unglingar geta leitað beint til. Og í þriðja lagi er hér að finna skrá yfir nokkra aðila sem kunna að vera áhugaverðir fyrir ung-menni í leit að og hafa þörf fyrir uppbyggilegan félagsskap.

1. Hvert snúa foreldrar í vanda sér?
2. Hvert snúa unglingar í vanda sér?
3. Hvert geta unglingar leitað eftir félagsskap?

 • Hvert snúa foreldrar í vanda sér?
 • Aðilar og stofnanir sem leita má til:

  1. Heilsugæslustöðvar
  Heilsugæslustöðvar um allt land eru mikilvægur hlekkur í því öryggisneti sem allir landsmenn eiga að njóta. Auk læknisfræðilegrar þjónustu geta þær veitt mikilvægar upplýsingar og verið til- vísunaraðili þegar leita þarf sérfræðiað- stoðar utan stöðvarinnar. Hægt er að fá efnamælingu að tilstuðlan heimilis- læknis.

  2. Grunnskólinn: Skólastjóri, námsráðgjafi, skólasálfræðingur, skólahjúkrunarfræðingur
  Þegar um er að ræða börn eða ungmenni á grunnskólaaldri verja þau mikl-um tíma í skólanum. Því er starfsfólk skólans oft í lykilaðstöðu til að greina hugsanlegan vanda nemenda. Farsælt samstarf foreldra og starfsfólks skólans getur oft leyst úr vanda. Ef um djúpstæðari vandamál er að ræða geta ofangreindir aðilar innan skólans vísað á sérfræðinga utan skólans.

  3. Vímulaus æska – foreldrasamtök
  Samtökin veita foreldrum ráðgjöf með ýmsu móti. Þau starfrækja foreldrasíma sem er opinn allan sólarhringinn. Með rekstri símans hafa myndast tengsl við foreldra sem eiga börn í vímuefnaneyslu. Til að liðsinna þessum foreldrum hafa samtökin sett á laggirnar Foreldraráðgjöfina þar sem boðin eru einstaklings- og hópráðgjöf fagaðila. Samtökin sjá einnig um framkvæmd námskeiðanna Börn eru líka fólk fyrir börn alkóhólista.
  Aðsetur: Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík, sími 511 6161
  Foreldrasíminn: 581 1799.

  4. SÁÁ
  Á vegum SÁÁ er rekin fræðslu- og leiðbeiningarstöð þar sem hægt er að fá aðstoð og ráð hjá fjölskylduráðgjöfum og öðrum sérmenntuðum aðilum. Þar er m.a. boðin meðferð fyrir aðstandendur áfengis- og/eða vímuefnafíkla.
  Aðsetur: Ármúli 18 og Síðumúli 3-5, 108 Reykjavík,

  Sími 530 7600, fax 530-7602.

  5. Fjölskyldumiðstöð vegna barna í vanda.
  Starfræksla miðstöðvarinnar er liður í samstarfsverkefninu Vímulaus grunnskóli. Miðstöðin býður foreldrum í Reykjavík ráðgjöf og stuðning, þeim að kostnaðarlausu. Starfsemin er tvíþætt: Annars vegar fyrir foreldra og hins vegar fyrir börn þeirra. Boðin eru einkaviðtöl hjá ráðgjöfum og þátttaka í hópstarfi. Opið mánud., þriðjud. og miðvikud. frá kl. 14-18.
  Aðsetur: Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg, 101 Reykjavík, sími og fax 511 1599.

  8. Félagsmálastofnanir
  Félagsmálastofnanir (félagsþjónusta) eru starfræktar í flestum stærri sveitarfélögum landsins. Þar eru starfandi félagsráðgjafar og/eða sálfræðingar sem geta liðsinnt fjölskyld-um í vanda eða þá vísað annað. Barnaverndarnefndir eru í tengslum við félagsmálastofnanir þar sem þær eru.

  9. Barnaverndarnefndir
  Barnaverndarnefndir eru starfandi í öllum sveitarfélögum skv. lögum um vernd barna og ungmenna. Nefndirnar eiga að fenginni heimild hlutaðeigandi sveitarstjórna að ráða sérhæft starfslið. Miðað er við að hægt sé að veita foreldrum, forráðamönnum barna og stofnunum sem annast uppeldi viðhlít- andi ráðgjöf, fræðslu og leiðbeiningar.

  10. Barnaverndarstofa
  Starfar samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna. Henni er ætlað að vinna að samhæfingu og eflingu barna-verndarstarfs. Hún annast daglega stjórn barnaverndarmála, veitir barnaverndar-nefndum ráðgjöf og hefur eftirlit með störfum þeirra auk þess sem hún hefur yfirumsjón og eftirlit með heimilum og stofnunum sem ríkið rekur eða styrkir og eru fyrir börn og ungmenni og hefur umsjón með vistun barna og ungmenna á þessum heimilum og stofnunum. Umsóknir um greiningu og meðferð þurfa að koma frá barnaverndarnefnd eða starfsmönnum hennar og berast til Barnaverndarstofu sem hefur umsjón með innritun á öll meðferðarheimili á vegum ríkisins.
  Aðsetur: Pósthússtræti 7, Pósthólf 53, 121 Reykjavík, s&iacut e;mi 552-4100.

  Heimili sem heyra undir Barnaverndarstofu:

  Stuðlar – Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga
  Hlutverk Stuðla er þríþætt:
  1) Skammtímavistun í bráðatilvikum,
  2) sérhæfð greining og meðferð og
  3) eftirmeðferð að lokinni vistun. Foreldrar unglinga sem eru í meðferð taka þátt í foreldradagskrá. Foreldrastarf heldur áfram í eftirmeðferð. Rúm er fyrir átta unglinga í meðferð og fjóra í skammtímavistun.
  Aðsetur: Fossaleyni 17, 112 Reykjavík, sími 567 8055, fax 567 8056

  Meðferðarheimilið Torfastaðir
  Fjölskyldurekið meðferðarheimili fyrir unglinga. Rými er fyrir 6 unglinga og rekinn grunnskóli á staðnum. Mögu-leikar eru á fjarnámi. Bakgrunnur vistmanna er ólíkur. Samhliða heimilinu er rekinn búskapur.
  Aðsetur: Biskupstungur, 801 Selfoss, sími 486 8864.

  MeðferðarheimiliðGeldingalækur
  Hlýlegt heimili fyrir sex börn yngri en 12 ára. Dvalartími getur verið frá einu ári til mun lengri tíma. Börnin fá sérkennslu og markvissa meðferð og taka þátt í bústörfum.
  Aðsetur: Rangárvellir, 850 Hella, sími 487 5164.

  Meðferðarheimilið Árbót
  Þar er rekin langtímameðferð fyrir börn og unglinga. Rými eru 6. Meðferðin er sniðin eftir einstaklingsþörfum. Kennari er á staðnum en skóli er einnig sóttur annað. Unglingar taka virkan þátt í heimilisstörfum og sækja regluleg viðtöl.
  Aðsetur: Aðaldalur, 641 Húsavík, sími 464 3677/464 3577.

  Meðferðarheimilið Varpholt
  Sérhæft meðferðarúrræði fyrir unga vímuefnaneytendur byggt á 12 spora kerfinu. Rými er fyrir 6 unglinga í einu. Grunnskólanám er stundað á staðnum eftir þörfum hvers og eins.
  Aðsetur: Eyjafjörður, 601 Akureyri, sími 461 3910.

  Meðferðarheimilið Bakkaflöt
  Þar vistast oft unglingar sem ekki eru tilbúnir til að taka meðferð. Markmið vistunarinnar er að vekja áhuga ungling-anna á að takast á við vandamál sín. Þeir stunda skóla, vinnu o.fl.
  Aðsetur: Skagafjörður, 560 Varmahlíð, sími 453 6494/453 8250.

  10. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL)
  BUGL er hluti af geðdeild Landspítalans. Hún skiptist í göngudeild fyrir börn og unglinga, legu- og dagdeild barna og legudeild unglinga. BUGL sinn-ir einnig bráðaþjónustu. Barnaverndarnefndir og foreldrar geta leitað til deildarinnar eftir ráðgjöf og meðferð vegna geðrænna erfiðleika hjá börnum og unglingum.
  Aðsetur: Dalbraut 12, 105 Reykjavík, sími 560 2500, fax 560 2560
  Barnadeild: sími 560 2520.
  Unglingadeild: sími 560 2530.

  11. Fjölskyldulína Geðhjálpar og RKÍ
  Ef foreldrar verða varir við einkenni sem geta verið vísbending um geðheilsuvandamál geta þeir hringt í fjölskyldu-línuna. Aðstandendur svara aðstand-endum.
  Grænt símanúmer: 800 5090.

  12. Teigur
  Teigur er hluti af geðdeild Landspítalans. Þar er boðin meðferð og ráðgjöf fyrir börn og unglinga í vímu-efnavanda. Þjónustan fer einkum fram á göngudeild en nokkur rúm eru fyrir lengri vistun.
  Aðsetur: Flókagata 29, 105 Reykjavík, sími 560 2890.

  13. Kvennaathvarfið
  Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Opið allan sólarhringinn.
  Aðsetur: Skrifstofa – Lækjargata 10, 101 Reykjavík, sími 561 3720, fax 562 7202. Grænt númer: 800 6205.
  Athvarfið: sími 561 1205.

  14. Kvennaráðgjöfin
  Ókeypis félagsleg og lögfræðileg ráðgjöf fyrir konur. Opið þriðju-dagskvöld kl. 20-22 og fimmtudaga kl. 14-16.
  Aðsetur: Vesturgata 3, 101 Reykjavík, sími 552 1500.

  15. Stígamót
  Ráðgjafar- og fræðslumiðstöð fyrir konur og börn sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi.
  Aðsetur: Vesturgata 3, 101 Reykjavík, sími 562 6868, 562 6878, fax 562 6857.
  Opið 9-19 alla virka daga.

  16. AA samtökin
  Sjálfshjálparhópar óvirkra alkóhólista. Starfandi eru hópar um allt land.
  Aðsetur: Tjarnargata 20, 101 Reykjavík, sími 551 2010, fax 562 8814.
  Opið 13-17.
  Símaþjónusta kl. 17-20, sími 551 6373.

  17. Al-Anon
  Samtök aðstandenda alkóhólista. Ráðgjöf og sjálfshjálparhópar.
  Aðsetur: Tryggvagata 17, 101 Reykjavík, sími 551 9282.
  Skrifstofutími frá 9 til 12 mánudaga til fimmtudaga.

  18. Eitrunarupplýsingastöð
  Ef grunur er um að barn eða unglingur hafi tekið inn lyf, fíkniefni eða annað má leita ráða hjá stöðinni.
  Aðsetur: Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi, sími 525 1111.

  19. Barnahús
  Á þessu ári verður sett á laggirnar svonefnt Barnahús í tengslum við Barnaverndarstofu sem verður miðstöð fyrir rannsóknir einstakra kynferðis-afbrotamála og annars ofbeldis gegn börnum. Þar mun jafnframt standa til boða sérhæfð meðferð og áfallahjálp fyrir þessi börn og foreldra þeirra.

  20. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar
  Þjónusta fyrir hjón, fólk í sambúð, fjölskyldur og einstaklinga sem eiga í samskiptavanda við sína nánustu og finna sjálfir ekki lausn. Viðtöl, ráðgjöf og fræðsla. Fjölskyldur eða fjölskyldu-meðlimir geta komið og rætt sín mál við sérmenntað fólk í fjölskylduráðgjöf. Gert er ráð fyrir að fjölskyldan komi saman en fólk getur líka komið eitt. Ekki er um lang-tímaaðstoð að ræða. Fjölskylduþjónustan þjónar öllu landinu. Prestar um allt land hafa líka sérstaka viðtalstíma fyrir sókn-arbörn sín.
  Aðsetur: Klapparstígur 25-27, 101 Reykjavík, sími 562 3600, opið

  9-17. 21. Ýmsir ráðgjafar/sálfræðingar
  Sjá t.d. gular síður í símaskrá.

 • Hvert snúa unglingar í vanda sér?
 • Aðilar og stofnanir sem leita má til:

  1. Rauðakrosshúsið
  Neyðarathvarf fyrir börn og unglinga af öllu landinu sem er opið allan sólarhringinn. Veitt er alhliða skyndihjálp þeim sem eru í vanda vegna fíkniefnaneyslu eða af öðrum persónu-legum eða félagslegum ástæðum.
  Aðsetur: Tjarnargata 35, 101 Reykjavík, sími 511 5151, fax 511 5161.
  Trúnaðarsíminn opinn allan sólarhringinn: 800 5151.

  2. Barnahús
  Á þessu ári verður sett á laggirnar svonefnt Barnahús í tengslum við Barnaverndarstofu sem verður miðstöð fyrir rannsóknir einstakra kynferðis-afbrotamála og annars ofbeldis gegn börnum. Þar mun jafnframt standa til boða sérhæfð meðferð og áfallahjálp fyrir þessi börn og foreldra þeirra.

  3. Neyðarmóttaka vegna nauðgana
  Þeir sem hafa orðið fyrir nauðgun geta leitað til neyðarmóttökunnar. Þar býðst læknisfræðileg rannsókn/skoðun og áfallahjálp.
  Aðsetur: Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi, sími 525 1710.

  4. Áfallahjálp
  Hjálp fyrir þá sem hafa orðið fyrir meiri háttar áfalli.
  Aðsetur: Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi, sími 525 1710.

  5. Heilsugæslustöðvar
  Heilsugæslustöðvar um allt land eru mikilvægur hlekkur í því öryggisneti sem allir landsmenn eiga að njóta. Auk læknisfræðilegrar þjónustu geta þær veitt mikilvægar upplýsingar og gefið tilvísun á sérfræðiaðstoð utan stöðvarinnar.

  6. Kirkjan – prestar
  Sóknarprestar geta með viðtölum og ráðgjöf liðsinnt einstaklingum sem eiga við vanda að stríða. Þeir geta einnig vísað á aðra gerist þess þörf.

  7. Umboðsmaður barna
  Gætir réttar barna og ungmenna upp að 18 ára aldri. Telji börn sig misrétti beitt eða á sér brotið með einhverjum hætti geta þau leitað til umboðsmanns.
  Aðsetur: Laugvegur 13, 101 Reykjavík, sími 552 8999, fax 552 8966. Opið 9-15.
  Grænt símanúmer: 800 5999.

  8. Stígamót
  Ráðgjafar- og fræðslumiðstöð fyrir konur og börn sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi.
  Aðsetur: Vesturgata 3, 101 Reykjavík, sími 562 6868, 562 6878, fax 562 6857.
  Opið 9-19 alla virka daga.

  9. Námsráðgjafar og annað starfsfólk skóla
  Nemendur í grunnskólum og framhaldsskólum sem eiga við vanda að stríða geta leitað til námsráðgjafa, læknis eða hjúkrunarfræðings skólans til að fá aðstoð eða ráð. Kennarar geta líka lið-sinnt nemendum í vanda.

 • Hvert geta unglingar leitað eftir félagsskap?
 • 1. Hitt húsið
  Menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks. Á vegum hússins er rekin fjölþætt starfsemi til gagns og skemmtunar.
  Aðsetur: Aðalstræti 2, 101 Reykjavík, sími 551 5353, fax 562 4341.

  2. Félagsmiðstöðvar
  Í flestum fjölmennari sveitarfélögum eru reknar ein eða fleiri félagsmiðstöðvar fyrir ungt fólk. Stundum eru þær í tengslum við grunnskóla. Félagsmiðstöðvarnar eru staðir þar sem ungt fólk getur hist og gert ýmislegt skemmtilegt undir leiðsögn.

  3. Jafningjafræðslan
  Nemendur í framhaldsskólum hafa þjálfað sig til þess að vinna að hugarfarsbreytingu meðal skólafélaga sinna til að stemma stigu við reykingum og misnotkun áfengis og koma í veg fyrir neyslu ólöglegra fíkniefna. Starfandi eru hópar í hverjum framhaldsskóla en starfsmaður í fullu starfi stýrir verkefninu.
  Á vegum JF starfa Flakkferðir sem bjóða spennandi ferðalög án vímuefna.
  Aðsetur: Hitt húsið, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík, sími 551 5353, fax 562 4341.

  4. Hálendishópurinn
  Samstarfsverkefni Íþrótta- og tóm-stundaráðs Reykjavíkur og Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Starfsemin felst í því að ungu fólki á aldrinum 13-16 ára sem á í félagslegum erfiðleikum er gefinn kostur á að þjálfa sig til útivistar að sumarlagi. Lögð er áhersla á samvinnu og samhjálp hópsins. Þjálfunin nær hámarki með tveggja vikna gönguferð á Hornströndum.
  Aðsetur: ÍTR, Fríkirkjuvegi 11, 101 Reykjavík, sími 562 2215.

  5. Íþrótta- og æskulýðsfélög
  Um allt land eru starfandi íþrótta- og æskulýðsfélög sem bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni.