Hvernig getum við forðast ofbeldi á almannafæri?


1. Vörumst fólk sem er illa drukkið. Það er auðveldara að reyta til reiði og við verðum líklegri fórnarlömb ofbeldis.

2. Forðumst eiturlyf og þá sem nota þau. Ofbeldi og eiturlyfjanotkun eru nátengd.

3. Brosum og verum glöð. Sýnum ekki áreiti. Forðumst að ýta við fólki. Verum ekki feimin við að biðjast afsökunar því það getur sparað okkur mikla erfiðleika.

4. Verum ekki ein á ferð á ókunnugum stöðum.

5. Förum annað ef við verðum vör við mikla spennu í andrúmsloftinu.

6. Látum vera að svara ef einhver kássast upp á okkur með leiðindi. Færum okkur til. Verum kurteis ef við verðum að svara.

7. Skiptum okkur ekki af því ef fólk er með leiðindi. Ef við erum úti að skemmta okkur, njótum þess.

8. Veitum því athygli sem gerist í kringum okkur. Þannig getum við forðast að lenda óvart í aðstæðum sem við ráðum ekki við.

9. Bíðum róleg í leigubílaröðinni í miðbænum. Troðumst ekki fram fyrir. Það getur kostað slagsmál. Verum ekki með athugasemdir um hegðun annarra.

10. Það sama gildir um næturstrætó. Forðumst troðning og verum ekki með leiðinlegar athugasemdir.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða krossins, vefur þeirra er redcross.is