Hvað er TIA kast

Hvað er TIA kast

TIA eða tímabundinn blóðrásatruflun í heila eru einkenni svipað og heilablóðfall en einkennin ganga yfir á 24 klst. Algengasta orsökin eru stífla eða kökkur sem stíflar smá æðar í heilanum. Tímabundið verður truflun á flutningi súrefnis um stífluðu æðina. Einkennin eru mismunandi eftir því hvar í heilanum stíflan verður. Áhrifin verða meiri eftir því sem æðarnar stækka eða tímin sem æðin er lokuð lengist. Í TIA kasti opnast þessar smáu æðar yfirleitt fljótt eða aðliggjandi æð tekur yfir súrefnisflutting til þeirra staða sem sú stíflaða sinnti. Það myndast einhverskonar hjáveita.

Helsta verkefnið eftir að hafa fengið TIA kast er að fyrirbyggja að einstaklingurinn fái frekari blóðrásatruflanir eins og heilablóðfall eða hjártaáfall. Það er gert með því að fylgjast með blóðfitu magni í blóðinu og eftirlit þar sem fylgst er með gildum blóðþrýsings. Stór þáttur í forvörnum er breyttur lífsstíll þar sem saman fer breytt mataræði, aukin hreyfing og minnkuð streita.

Algengasti staður fyrir stíflu í æðum sem veldur TIA kasti

Algengast er að litil æð í hálsinum stíflist. Þessar litlu æðar ganga út úr stóru hálsæðunum sem koma frá öxlinni ( a. vertebral) og stóru háslæðinni (a. carotid). Þær eru aðal æðarnar sem flytja blóð til lheilans. Hlutverk þessa smáæða eru að flytja blóð til heilans en þær næra ekki eins stór svæði eins og aðalæðarnar. Þegar stífla verður í þessum smáæðum er líklegra að þær nái að koma eðlilegu blóðflæði aftur af stað þannig að engar varanlegar skemmdir verða. Ef stóru æðarnar stíflast er líklegra að skemmdir verði meiri og varanlegri.

Helstu einkenni TIA

Helstu einkenni TIA er að þær koma skyndilega. Einkennin geta verið mismundandi milli einstaklinga en vanalega eru þau horfin innan klukkustundar ( oftast innan 2-5 mínútna) Stundum vara þó einkennin allt að 24 klst.Einkennin fara eftir því hvar blóðrásartruflunin á sér stað í heilanum. Mismunandi staðir heilans stjórna mismunandi hlutum líkamans.

 

Algengustu einkennin eru

  • Máttleysi eða máttminnkun í útlimum
  • Erfiðleikar við að tala
  • Erfiðleikar við kyngingu
  • Dofi í einhverju hluta líkamans
  • Breyting á sjón oft tvísýni

Mikilvægt er að hafa samband við lækni ef þessi einkenni koma fram. Læknirinn mun gera ýmsar rannsókir ef grunur er um TIA kast

Með kveðju

Nína Hrönn Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur