Hunangsgljáður Steinbítur


Fyrir fjóra

1 msk smjör til steikingar
400 gr steinbítsflök
ca ½ dl hunang
salt og pipar
¼ saxaður laukur
½ grænt epli skorið í teninga
1-2 dl fisksoð

Bræðið smjörið á pönnu þangað til það byrjar að brúnast.

Setjið þá steinbítsflökin (roðhliðina upp) á pönnuna og brúnið. Snúið síðan við og smyrjið með hunangi og veltið flökunum upp úr hunanginu (hunangið á að brúnast).

Kryddið næst með salti og pipar.

Bætið lauk og eplum á pönnuna, steikið aðeins og setjið fisksoðið saman við og sjóðið örlítið niður, smakkið að síðustu til með salti og pipar.

Aðrar uppskriftir á NetDoktor.is