Holl ráð um lyf fyrir roskið fólk

 

Almenn ráð

 

 • Farðu ævinlega eftir leiðbeiningum læknisins. Sé rangt farið með lyf er hætta á óæskilegum afleiðingum.
 • Þú átt að þekkja lyfin þín og vita hvers vegna þú tekur þau. Láttu lækninn kenna þér á lyfin þín. Er ljóst, hvað þú færð og hvers vegna? Það á líka við um lausasölulyf. Stundum eiga þau ekki samleið með lyfseðilsskyldum lyfjum.
 • Taktu ávallt meðulin á réttum tíma til að vera viss um að rétt magn af þeim sé í líkamanum.
 • Stundum hentar lyfjaskammtari vel, t.d. í samvinnu við heimahjúkrunarfræðing. Einnig eru til önnur hjálpartæki til lyfjatöku: Pilludeilir, áblásturs togari, handfang á lyfjalok ásamt ýmsum búnaði fyrir innöndunarlyf og augndropa. Leitaðu ráðlegginga hjá lækni og í apótekinu.
 • Mundu að tvöfaldur skammtur gerir ekki tvöfalt gagn, og hálfur skammtur er ekki helmingi minna skaðlegur.
 • Mundu að margar aukaverkanir hverfa eftir nokkra daga. Þú átt að ræða um aukaverkanirnar við lækninn, ekki síst ef þú hættir að taka lyfin vegna þeirra.
 • Vertu vakandi fyrir því að meðulin þín geta haft annað heiti og útlit en áður og eiga stundum ekki við það sem læknirinn skrifaði á lyfseðilinn. Innihaldið getur samt verið jafngott, og oft ódýrara. Áður en þú ferð úr apótekinu þarftu að hafa kynnt þér þetta framandi lyf.

Vatnslosandi lyf

 

 • Mundu að vatnslosandi lyf draga vatn úr líkamanum þegar byrjað er á meðferðinni, en síðan kemst á jafnvægi þannig að þú átt að drekka jafnmikinn vökva og þú losar.
 • Mundu að þó að þú takir inn vatnslosandi lyf, þarftu að drekkamikið. Drekkið 2 lítra á dag. Settu til dæmis könnu með einum lítra af vatni í ísskápinn á morgnana og drekktu það fyrir hádegi. Gerðu þetta aftur síðdegis. Vertu meðvitaður um að áfengi dregur vatn úr líkamanum. Við niðurgang og uppköst missir líkaminn meiri vökva en venjulega og þú þarft að bæta þér það upp.
 • Hafðu í huga að sum vatnslosandi lyf draga sölt (kalíum og natríum) úr líkamanum; læknir á að fylgjast með saltbúskapnum í blóðinu.
 • Taktu vatnslosandi töflur með þeim hætti að þvaglát, sem fylgja í kjölfarið á inntökunni, raski ekki daglegu lífi þínu.

Svefnlyf

 

 • Mundu að verkun svefnlyfja dofnar eftir notkun í nokkurn tíma vegna þess að líkaminn myndar þol. En aukaverkanirnar verða áfram, t.d. svimi, jafnvægisleysi og þess háttar.
 • Líttu á notkun svefnlyfja sem skammtímameðferð. Taktu ekki svefnlyf að staðaldri, og notaðu þau aðeins 2-4 sinnum í viku.

Önnur ráð um svefn:

 • Farið á fætur, ef þú getur ekki sofið.
 • Sofið ekki of mikið á daginn.
 • Farið ævinlega á fætur á morgnana þó að þú hafir ekki sofið vel um nóttina.
 • Forðist að horfa á sjónvarp áður enfarið er að sofa.

Verkjalyf

 

 • Munið, að það er ekki hollt að hafa verki, þeir gera ekki gagn og það á að reyna að losna við þá.
 • Best er að fyrirbyggja verki svo að minni þörf verði fyrir verkjalyf. Taktu því verkjalyfin á ákveðnum tímum.
 • Þegar meðferð hefur staðið nokkurn tíma, áttu að ráðfæra þig við lækninn um hvort áfram er þörf fyrir verkjameðferðina, hvort minnka megi skammtinn eða hætta alveg.
 • Byrjið alltaf meðferðina með Parasetamol og haldið áfram, hvað sem þú færð af öðrum verkjalyfjum.
 • Ef þú færð morfín eða annað tilsvarandi lyf, þarf oft að taka hægðalyf líka. Annars getur verið hætta á hægðatregðu.
 • Ekki er hætta á að þú verðir fíkill af nauðsynlegri, afmarkaðri morfínmeðferð.