Holl ráð um flösu (Pityriasis capitis)


Hvað er flasa?

 • Húð okkar endurnýjast stöðugt og dauðar húðfrumur losna burt sem flasa. Við erum öll með flösu en hjá sumum kveður svo rammt að þessu að það háir þeim í daglegu lífi.
 • Ef flasan er verulega svæsin getur verið um að ræða húðsjúkdóm, sem kallast flösueksem.

Hvað veldur flösu?

 • Margir halda ranglega að flasan sé afleiðing þess að hársvörðurinn sé of þurr. Þeir forðast því hárþvotta af ótta við að sjampóið þurrki hársvörðinn enn frekar.
 • Orsök flösunnar er ofangreindur húðsjúkdómur sem leggst misþungt á fólk, og ef hann er á háu stigi getur hann komið fram víðar en í hársverðinum.
 • Við flösueksem koma fram fitugar flygsur, sem líkjast klíði, roði og kláði á viðkomandi svæðum, þ.e. í hársverðinum, í andliti, við nefið, í húðfellingum á vöngum og augabrúnum, eyrum og jafnvel víðar um ofanverðan líkamann. Þetta versnar á veturna en lagast að einhverju leyti í sól.
 • Húðsveppur, Pityrosporum ovale, hefur afgerandi áhrif til hins verra. Ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur, en flasan minnkar ef beitt er réttri meðferð gegn sveppinum.
 • Auk árstíðasveiflu getur einnig streita og alvarlegir sjúkdómar espað upp flösuna.
 • Skyndileg tilhneiging miðaldra manneskju, sem áður hefur verið laus við flösuvandamál, til að fá heiftarlega flösu eða flösueksem, gæti bent til alnæmissmits.

Er hægt að fyrirbyggja flösu?

 • Það getur verið erfitt að komast hjá öllu sem veldur flösu, en hægt er að hafa hemil á henni.

Hvað get ég gert?

 • Sólskin eða sólarlampar geta haft góð áhrif á flösueksem en því miður geta óhófleg sólböð valdið húðkrabbameini og hrukkumyndun.

Hvaða meðferð er í boði?

 • Meðferð með sveppaeyðandi sjampói, er mild og árangursrík.
 • Sé sjúkdómurinn á háu stigi skal leita til húðsérfræðings til að fá bestu fáanlegu meðferð.