Heyrnartækjaþróun

Mikil og hröð þróun hefur orðið í heyrnartækjum á undanförnum áratugum. Heyrnarfræðingar þurfa að vera vakandi og halda sér í stöðugri endurmenntun á því sem er að gerast í heimi heyrnarfræða.

Frá því að vera stórir kassar með leiðslum úr upp í eyrun eða heyrnartól þá hafa heyrnartæki þróast mikið. Mikil breyting varð þegar tækin komust upp að eyrunum og svo kallað hlustarstykki leiddi hljóðið inn í eyrun. Framfarir voru gífurlegar þegar heyrnartæki urðu stillanleg í gegnum tölvur í staðin fyrir að heyrnarfræðingar stilltu tækin með skrúfjárnum er nú hægt að stilla heyrnartæki mun nákvæmar með tölvutækninni. Tilkoma stafrænna heyrnartækja stuðlaði að betra hljóð og meiri virkni heyrnartækjanna. Í flestum nýrri gerðum heyrnartækja eru tveir hljóðnemar, bæði hringvirkur hljóðnemi og stefnuvikurhljóðnemi. Náttúruleg stefnuvirkni sem er í tækjum frá ReSound stuðla að betri talgreiningu ásamt því að notandinn er að fullu meðvitaður um hljóðumhverfi sitt sem sum eldri gervigreindartæki útiloka.

Mikið hefur verið unnið að hönnun heyrnartækja. Lengi vel voru heyrnartæki sem eru eingöngu inn í eyranu vinsælust, en þau henta ekki öllum og valda vandræðum fyrir þá sem eru með góða bassaheyrn en þurfa aðeins mögnun á hátíðni. Þetta leiddi oft til að fólk notaði eingöngu heyrnartæki í annað eyrað. Þegar ReSound fann upp opnu tenginguna inn í eyrað 2003 varð loks heyrnarskertum með hátíðnitap kleift að aðlagast heyrnartækjum án málamyndana.
Flestir, sem ekki eru með mjög alvarlega heyrnarskerðingu, velja opna tengingu. Því eru algengustu heyrnartæki í dag flest með opnum tengingum og hægt að afgreiða samdægurs. ReSound vill stuðla að því að allir geti notað heyrnartæki án mikillar fyrirhafnar og framleiða því hleðslutæki fyrir heyrnartæki svo að ekki þarf lengur að skipta um rafhlöður nema einu sinni á ári. Einnig er hægt að setja á heyrnartæki símtól sem er með bluetooth og tengist þráðlaust farsímum.

Sama hversu fullkomin heyrnartæki verða þá er það alltaf heyrnin sem setur mörkin og kunnátta og fagmennska heyrnarfræðingsins sem heyrnargreinir og stillir heyrnartækin sem ræður því hvernig útkoman verður.

Dot minnsta heyrnartæki í heimi

Danska fyrirtækið ReSound hefur sett á markað nýtt heyrnartæki sem er það minnsta í heimi og nefnist Dot. Heyrn heyrnarþjónusta í Hlíðasmára 11, Kópavogi er með þessi einstöku tæki til sölu og þjónustu.

Hugmyndin að baki Dot er einfaldlega að búa til tæki sem bætir heyrn notandans án þess að breyta útliti hans. Þess vegna hefur fullkomnustu tækni, sem til er í dag, verið komið fyrir í eins litlu hulstri og mögulegt er. En Dot er mikið meira en þróað heyrnartæki í lítilli pakkningu, það er ekki auðvelt að finna heyrnartæki sem gefa eðlilegri hljóð og jafn notalegt er að hafa á sér eins og Dot.

Dot hentar vel yngri notendum, sem eru í fullu fjöri, þar sem það uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til heyrnartækja.

Smá en kná

Mörg tæki s.s. farsímar og vasaspilara hafa orðið minni og fíngerðari en um leið öflugri, þar eru heyrnartæki frá ReSound ekki undanskilin.

Með Dot kemur fram róttæk umbót bæði á stærð og virkni heyrnartækja. Byltingarkennd hönnun sameinar það að tækin eru næstum ósýnilegt og að notandinn finni varla fyrir þeim.
Vinir og starfsfélagar, þess sem notar Dot, taka aðeins eftir minni misskilningi og meiri samskiptum.

Með Dot er settur nýr staðall fyrir heyrn. Í raun er vinnsla Dot svo stöðug, skýr og sveigjanleg að erfitt er að skilja hvernig þessi örsmái hlutur getur verið svona öflugur.

Ríkulega búin

Dot heyrnartækin eru búin háþróaðri tækni. Framúrskarandi eiginleikar þeirra eru í samræmi við það markmið að ná fram eins eðlilegu hljóði og mögulegt er.
Í Dot er nýjasta hljóðvinnslukerfið sem er þekkt undir nafninu Sound by ReSound. Í kjarna þess eru margreyndir þættir sem í sameiningu gefa skýra, jafna og notalega heyrn – rétt eins og hún á að vera. Að sjálfsögðu ýlfrar ekki í tækjunum því þau eru búin öflugri endurómshemlun.

Misstu ekki af einu einasta orði

Allt frá hljóðlátu hvísli til háværari hljóða gefur mögnun Sound by ReSound óviðjafnanleg hljóðgæði fyrir allt sem hlustað er á en það þýðir að þú heyrir allt sem sagt er án þess að missa af einu einasta orði.

Dot tækin eru búin nýrri gerð opinnar tengingar við hlust sem hentar fólki með allskonar heyrnarskerðingu. Tengingar hátalara í hlust eru af mismunandi gerðum og lengdum og einnig eru nokkrar tegundir af hljóðkeilum. Með öðrum orðum allt sem þarf til að notandinn geti sett tækin upp strax e ftir að heyrnarfræðingurinn hefur sniðið virkni þeirra að heyrnarskerðingu og þörfum hans.

Hraðari og sveigjanlegri aðlögun

Við erum öll sitt með hverju móti. Hönnun og aðlögunarhæfni Dot á að henta hverjum sem er. Með hinni nýrri mögnunaraðlögun má láta tækin auka mögnunina smám saman í allt að þrjá mánuði eftir að byrjað er að nota þau. Heyrnarfræðingurinn ákveður í samráði við notandann hversu mikið og hratt mögnunin á að aukast. Þessi einstaki búnaður dregur úr þeim viðbrigðum sem margir finna fyrir þegar þeir byrja að nota heyrnartæki og gefur þeim kost á að venjast tækjunum smám saman. Einnig fækkar endurstillingum.

Útlitið skiptir miklu máli

Fyrir nýja kynslóð heyrnartækjanotenda skiptir útlit og form miklu máli, það er kynslóðin sem gerir sérstakar kröfur til heyrnartækja og samþykkir enga málamiðlun þegar um er að ræða þeirra eigið útlit.

Þess vegna er mikilvægara nú en áður að geta boðið heyrnartæki sem sjást ekki þegar þau falla á bak við eyrun, eru aðlaðandi þegar haldið er á þeim og bæta að sjálfsögðu heyrnina umtalsvert. Dot heyrnartækin eru í mörgum litum þannig að hver og einn ætti að geta fundið lit við sitt hæfi.

Ótrúlega lítil, létt og þægileg

Það er ekki auðvelt að finna heyrnartæki sem eru fínlegri og þægilegra að nota en Dot. Svo það tekur ekki langan tíma fyrir notandann að venjast því að hafa þau á bak við eyrun.

Þegar fjölskyldan, vinirnir og starfsfélagarnir taka eftir tækjunum er líklegast að þeir segi að þau séu mjög flott og að það sé synd að þau sjáist ekki betur. En það sem er mest áberandi er minni misskilningur, meiri samræður og umtalsvert betri lífsgæði.

Þessi sérstaka samsetning af virkni, þægindum og stærð mun trúlega sannfæra þá, sem ættu að nota heyrnartæki, um að það sé kominn tími til að prófa þau og það er einnig þáttur í að vinna gegn fordómum sem mörgum finnst felast í að vera með heyrnartæki.

Þeir sem eru að reyna ný heyrnartæki geta fengið þau lánuð í nokkra daga án skuldbindingar til að fá úr því skorið hvernig þau henti. Nánari upplýsingar er að finna á www.heyrn.is eða í síma 534-9600