Helstu staðreyndir um fuglaflensu

Vírusar af stofni A geta sýkt nokkrar dýrategundir þar á meðal fugla, svín, hesta, seli og hvali. Inflúenza sem smitar fugla er oftast kölluð fuglaflensa. Villtir fugla hýsa flestar undirtegundir inflúensu af stofni A og bera á milli sín án þess þó að veikjast. Þegar flensan berst úr villtum fuglum í hænsnfugla á fuglabúum veikjast þeir og dánartíðni er há. Fuglaflensa hefur ekki ennþá, svo vitað sé, smitast á milli manna.

Sjaldgæft er að veiran berist frá fuglum í menn en þó hafa nokkur tilfelli verið staðfest á undanförnum árum. Það er aðeins eitt afbrigði fuglaflensunnar sem berst yfir í menn en það er svokallað H5N1 afbrigði eða Avian influenza.

Fyrst var vitað um smit með fuglaflensuveiru í mönnum í Hong Kong 1997, en þá veiktust 18 manns af völdum fuglainflúensuveiru af H5N1 undirtegund og 6 þeirra dóu.

1999 fór af stað faraldur með sömu undirtegund veirunnar í hænsnfuglum í Hong Kong.

Einkenni fuglaflensu eru frá því að vera inflúensu-lík (hiti , hósti, hálsbólga og beinverkir) og yfir í lungnabólgu, sýkingar og öndunarörðugleika.

Bólusetning fólks svipað og gert er í dag við flensu eru einu þekktu leiðirnar í dag til að koma í veg fyrir að fólk geti smitast af fuglaflensu.

Bóluefni við fuglaflensu hefur ekki verið framleitt ennþá.