Heilbrigðiseftirlit með ungbörnum

Hverjir njóta heilbrigðiseftirlits?

Á Íslandi er öllum börnum boðið í reglulegt ungbarnaeftirlit fyrstu árin. Tilgangur slíkra skoðanna er að fylgjast með vexti og þroska sérhvers barns. Einnig beinist eftirlitið að því að finna sjúkdóma á frumstigi svo og greina afbrigðilega þróun hverskonar. Skipulagðar ónæmisaðgerðir eru einnig hluti af ungbarnaeftirliti. Markmiðið er að veita barninu tækifæri til að ná góðum þroska, líkamlegum, andlegum sem félagslegum. Eftirlitið beinist því ekki eingöngu að líkamlegu ástandi barnsins heldur einnig almennri vellíðan þess og reyndar allrar fjölskyldunnar.

Hvernig er eftirlitinu háttað?

Meðfylgjandi tafla sýnir hvenær börn eru boðuð til skoðunar og hvaða áhersla er lögð í hvert sinn. Foreldrar ættu að nýta þessi tækifæri til að ræða við sinn hjúkrunarfræðing og/eða lækni um það sem þeim liggur á hjarta varðandi velferð barnsins. Pentavac: Kíghósti, barnaveiki, stífkrampi, haemophilus influenzae b, mænusótt.
Priorix: Rauðir hundar, mislingar, hettusótt. Di-Te-Kik: Kíghósti, barnaveiki, stífkrampi.
H: Hjúkrunarfræðingur
L: Læknir
Fræðsluefni: Sjá nánar leiðbeinandi lista yfir fræðsluefni og fræðslu sem veitt er í ung- og smábarnavernd.
Bólusetningar: Sjá nánar „Leiðbeiningar um bólusetningar eftir 1. janúar árið 2000.

Aldur  Hver/hvar Fræðsla og ráðgjöf Ónæmisaðgerðir
7-10 daga H heima Upplýsingar um ung og smábarnavernd. Barnamappa kynnt og afhent. Brjósta/pelagjöf. Helstu slysavarnir. Ef reykt er á heimilinu, þá á að fræða um börn og óbeinar reykingar.
2ja-3ja vikna H heima Brjósta/pelagjöf. Hreyfing og hvíld móður. Líðan foreldra eftir barnsburð. Þroski og örvun barns. Nánar um slysavarnir.
3ja- 4ra vikna H heima Kynlíf eftir fæðingu og getnaðarvarnir. Reykingar. AD-vítamín.
6 vikna H og L á stöð Þroski og örvun barns. Brjósta/pelagjöf.
9 vikna H heima/á stöð Upprifjun á fyrri fræðslu eða fræða um efni sem ekki vannst tími til áður. Upplýsingar um ónæmisaðferðir. Líðan foreldra eftir barnsburð.
3ja mánaða H og L á stöð Brjósta/pelagjöf. Þroski og örvun barns. Upplýsingar um aukaverkanir eftir bólusetningu. PaDT+Hib+IPV
5 mánaða H á stöð Brjósta/pelagjöf, önnur næring. Svefn og svefnvandamál. Líðan móður. Hreyfiþroski barns. PaDT+Hib+IPV
6 mánaða H og L á stöð Mataræði. Slysavarnir.Tanntaka.
8 mánaða H á stöð Tannvernd. Mataræði. Þroski og örvun barns. Málörvun.
10 mánaða H og L á stöð Svefn. Agi og ástrík leiðsögn. Skór.
12 mánaða H á stöð Þroski og örvun barns. Slysavarnir. PaDT+Hib+IPV
18 mánaða H og L á stöð Slysavarnir. Hreinlætisvenjur. Agi. Upplýsingar um aukaverkanir eftir bólusetningu. Hreyfing og leikir. Örvun barns MMR
3 1/2 árs H og L á stöð Slysavarnir. Sjónvarpsáhorf. L íkamleg áreitni. Mataræði. Tannvernd. Svefnvenjur.
5 ára H og L á stöð Útivist og hreyfing. Slysavarnir. PaDT

Eftir 6 ára aldur tekur skólaheilsugæslan við.

 

Hvert er hlutverk hjúkrunarfræðingsins í eftirlitinu?

Hjúkrunarfræðingurinn heimsækir fjölskylduna fyrstu mánuðina eftir fæðinguna og fylgist með því hvort barnið þroskast eðlilega, hvort það þyngist og hvort því líði vel. Hann veitir einnig foreldrunum góð ráð um umönnun barnsins, bæði hvað snertir líkamlegan þroska þess og vellíðan sem og um ýmsa hagnýta hluti og tilfinningamál. Hjúkrunarfræðingurinn er til viðtals um brjóstagjöf, svefnvenjur barnsins, uppeldi, þroska og annað sem nýbökuðum foreldrum vantar svör við. Heimsóknartímar hjúkrunarfræðingsins eru sveigjanlegir. Þess vegna er mikilvægt að foreldrar láti vita ef þörf er á aukaheimsókn. Þegar barnið er sex vikna fer það í fyrstu reglubundnu skoðunina á heilsugæslustöð. Þá sem endranær við reglubundið eftirlit, tekur hjúkrunarfræðingur á móti barni og foreldrum. Þar er barnið vegið og mælt. Spurt er um líðan barnsins og fjölskyldu þess og fræðsla veitt. Læknir skoðar síðan barnið þegar það á við.

Hvert er hlutverk læknisins?

Læknir skoðar barnið reglulega samkvæmt skipulagi ungbarnaeftirlitsins og oftar ef þörf krefur. Læknirinn fylgist með almennum þroska barnsins og félagslegu atferli auk líðan fjölskyldunnar. Þá bólusetur hann barnið gegn ýmsum sjúkdómum. Í stuttu máli sagt er það hlutverk læknisins að sinna forvörnum, greina sjúkdóma á frumstigi ef einhverjir eru hjá barninu og leiðbeina foreldrunum um það hvernig best er að örva þroska barnsins, jafnt líkamlegan sem andlegan og félagslegan.

Tafla um barnabólusetningar:

Aldur barns Sjúkdómar sem bólusett er gegn
3 mán. kíghósti, barnaveiki, stífkrampi, heilahimnubólga (HIB), mænusótt = 1 sprauta
5 mán. kíghósti, barnaveiki, stífkrampi, heilahimnubólga (HIB), mænusótt = 1 sprauta
12 mán. kíghósti, barnaveiki, stífkrampi, heilahimnubólga (HIB), mænusótt = 1 sprauta
18 mán. rauðir hundar, mislingar, hettusótt = 1 sprauta
5 ára kíghósti, barnaveiki, stífkrampi = 1 sprauta
9 ára rauðir hundar, mislingar, hettusótt = 1 sprauta
14 ára mænusótt = 1 sprauta
stífkrampi, barnaveiki = 1 sprauta

Lesa meira um barnabólusetningu

Heilsufarsbók barnsins

Fjölskyldan fær heilsufarsbók um barnið sem fylgir því. Í hana skrá læknir og hjúkrunarfræðingur athuganir sínar á þroskaferli barnsins. Bókin er mikilvægur tengiliður milli fjölskyldunnar, læknis og hjúkrunarfræðings. Við hverja reglulega skoðun skráir læknirinn umsögn sína bæði í heilsufarsbók barnsins og sjúkraskýrslur. Það sama gerir hann ef hann er kallaður til í veikindum barnsins. Þess vegna er mikilvægt að foreldrar muni að hafa bókina meðferðis í hvert sinn sem þau fara með barnið til skoðunar eða í heimsókn til læknisins.

Hvert á að leita ef barnið veikist?

  • Heimilislækni.
  • Barnalækna á stofum víðs vegar um Reykjavík, á virkum dögum.
  • Barnalæknaþjónustu og barnalækna á Domus Medica. Sími: 563-1010. Opið frá 09:00-22:00 á virkum dögum. Opið laugardaga kl. 11:00-15:00. Opið sunnudaga kl. 13:00-17:00.
  • Bráðavakt barnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, sími: 525-1000 og/eða barnadeildar Landspítalans, sími:560-1000. Þessi tvö sjúkrahús skipta með sér bráðavöktum. Hægt er að hringja á barnadeild þess spítala sem hefur vakt þann sólarhringinn og fá samband við aðstoðarlækni eða hjúkrunarfræðing á vakt. Uppl ýsingar um vaktir sjúkrahúsanna má finna í dagblöðum.
  • Læknavakt Reykjavíkur. Smáratorg 1 Kópavogi. Sími: 1770. Opið frá 17:00-08:00 virka daga, annars 09:00-23:30.
  • Neyðarvakt lækna, ef ekki næst í heimilislækni eða staðgengil á virkum degi. Opið frá 08:00-17:00. Sími 112.