Heilablóðfall (slag)

Heilablóðfall eða slag er þaö kallað ef æðar sem sjá heilanum fyrir súrefnisríku blóði rofna eða stíflast og heilinn fær ekki nægt súrefni.

Hvað sérðu?
· Fyrstu einkennin eru oftast væg t.d. slappleiki og dofi í andliti, handlegg eða fótum, oft á annarri hlið líkamans.
· Skert talgeta og skilningur.
· Óskýr eða skert sjón.
· Svimi, minnkuð meðvitund eða jafnvægisleysi.
· Skyndilegur mikill og óskýrður höfuðverkur.

Hvað gerirðu?
· Biddu einstaklinginn að hlæja eða sýna tennurnar og athugaðu hvort munnurinn er boginn.
· Biddu hann að loka augunum og lyfta báðum handleggjunum samtímins og snúa lófunum upp. Athugaðu hvort annar handleggurinn dettur niður.
· Fáðu sjúklinginn til að endurtaka einfalda setningu. Ef hann talar óskýrt eða þarf að leita að orðum gæti eitthvað verið að gerast.
· Hingdu í Neyðarlínuna 112.
· Vertu hjá viðkomandi og fáðu hann til að hvíla sig í þægilegri stöðu.
· Fylgstu með meðvitund og öndun.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða. Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands