HABL – Einkenni og smitleiðir.

Ný tegund kórónaveiru veldur sjúkdómnum. Kórónaveira er einn af þekktum orsakavöldum kvefs. Hugsanlegt er að þessi nýja tegund hafi borist í menn úr dýrum. Nú er hægt að greina sjúkdóminn á rannsóknastofu, Ekki er til lækning við sjúkdómnum og talið er að það taki um tvö ár að þróa bóluefni við honum.

Samkvæmt nákvæmum sjúkdómslýsingum frá mörgum löndum byrja veikindin oftast snögglega með háum hita, beinverkjum, hrolli og þurrum hósta. Einkenni frá efri loftvegum (kvef og hálsbólga) eru fremur sjaldgæf hjá fullorðnum, en eru nokkuð algeng í börnum. Finna má breytingar á lungnamynd hjá stærstum hluta sjúklinganna og í sumum tilfellum má sjá þessar breytingar skömmu eftir upphaf veikinda. Hjá 8090% HABL-sjúklinga  koma batamerki eftir 67 daga, en hjá hinum aukast veikindin með öndunarbilun og þörf verður á meðferð í öndunarvél, sem í sumum tilfellum hefur tekið langan tíma. Dánarhlutfallið hjá sjúklingum inniliggjandi á sjúkrahúsi er um 13%, en svo virðist sem það sé mjög háð aldri sjúklingsins og allt að 50% 60 ára og eldri láti lífið völdum sjúkdómsins. Börn fá hins vegar mildan sjúkdóms og ekki er vitið til að börn deyi völdum HABL.

Smitleiðir: Loftborið smit og snertismit
Smitefni: Einkum dropar og uppgangur úr öndunarfærum, en líta skal á alla líkamsvessa sem hugsanlegt smitefni
Meðgöngutími: 2-7 dagar

Einkenni HABL eru flensu-lík:
1. hár hiti (> 38C)
2. öndunarfæraeinkenni, s.s. særindi í hálsi og þurr hósti, tíður andardráttur, andnauð
3. etv. líka höfuðverkur, vöðvaverkir, lystarleysi, þreyta, rugl, útbrot og/eða niðurgangur.

Meðgöngutími er talinn 2-7 dagar.

Hafi sjúklingur ofanskráð einkenni AUK
4. sögu um nýleg (innan síðustu tveggja vikna) ferðalög til landa, sem tilkynnt hafa um HABL tilfelli OG/EÐA
5. sögu um nána umgengni við einstakling með HABL

skal strax setja veiruhelda grímu fyrir vit hans og setja í stranga einangrun (bæði loft- og snertismit).

Meiri upplýsingar um HABL á Doktor.is