Góð sjálfstilfinning – hæfur einstaklingur

Eftirfarandi pistill fjallar um mismuninn á hugtökunum sjálfstrausti og sjálfstilfinningu (sjálfsþekkingu/sjálfsskilningi) og hvernig uppalendur geta viðhaldið og ýtt undir þessa þætti hjá börnum. Góð sjálfstilfinning er grunnur að jákvæðum persónuleika- og félagsþroska sem er ráðandi um hæfni einstaklingsins hvað varðar tengsl hans við sjálfan sig og aðra. Pistill þessi birtist einnig í janúarhefti tímaritsins Uppeldi.

Hugtökin sjálfstraust og sjálfstilfinning

Í stuttu máli má segja að sjálfstilfinning fjalli um það sem við erum, það er að hafa tilfinningu fyrir sjálfum sér, að finna sig í sjálfum sér og þekkja sinn innsta kjarna. Sjálfstraust fjallar hins vegar um það sem við gerum eða getum. Það byggir á hæfileikum og færni, þ.e. ytri viðmið liggja til grundvallar. Sjálfstraust getur verið til staðar án þess að sjálfstilfinning sé fyrir hendi og má þá segja að viðkomandi komi vel fyrir. Einkenni á einstaklingi með litla sjálfstilfinningu koma fram t.d. í óöryggi, fullkomnunaráráttu, sjálfumgleði og ýmsum hegðunarvandkvæðum. Það helst oft í hendur að ef sjálfstilfinning er góð þá er sjálfstraust líka gott. Einstaklingurinn veit hver hann er og þar með líka hvað hann getur. Það er nauðsynlegt að efla bæði sjálfstilfinningu og sjálfstraust, þ.e. að barnið fái innri og ytri styrkingu frá umhverfi sínu. Uppalendum ber því að efla hvoru tveggja. Ytri styrking, t.d. hrós, hefur jákvæð áhrif og getur aukið sjálfstraustið. Ytri styrkingar eru mjög mikilvægar og nýtast vel þegar þær eiga raunverulega við og hafa afgerandi áhrif á sjálfstraust barnsins. Sjálfstilfinning er grunnur að góðum sálfélagslegum þroska (sjá síðar í grein). Sjálfstilfinningu má efla með innri styrkingum sem felast t.d. í því að viðurkenna og virða tilfinningar, langanir, líðan og skoðanir barnsins eða hlusta á barnið á virkan hátt (sjá nánar síðar). Til frekari skýringar á ofangreindu má segja að hugtakið sjálfstilfinning endurspegli tengsl manneskjunnar við sjálfa sig; kjarna sinn eða miðju. Þessu má líkja við ávöxt. Kjarninn ræður gæðum ávaxtarins. Ef kjarninn er góður er ávöxturinn heill og þar með góður. Einstaklingur með góða sjálfstilfinningu stýrist fremur innan frá á meðan einstaklingur með litla sjálfstilfinningu stýrist fremur utan frá. Góð sjálfstilfinning fjallar um það að vera öruggur með eigin tilvist óháð öðrum og skoðunum annarra. Það að vera öruggur með eigin tilvistarrétt án þess að þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur varðandi útlit, greind eða annað sýnir góða sjálfstilfinningu. Einstaklingur með góða sjálfstilfinningu er betur í stakk búinn til að meta hvað hann vill eða þarf en sá sem hefur litla sjálfstilfinningu, og hann þekkir betur eigin mörk og annarra. Ef sjálfstilfinning er góð og einstaklingurinn stendur sig að auki vel og fær hrós hefur það verulegt gildi og eykur raunverulegt sjálfstraust. Þar sem sjálfstilfinning skapar mikilvægan sess í sálfélagslegum þroska einstaklingsins verður sá þáttur skoðaður sérstaklega í þessum pistli ásamt leiðum til að efla hann.

Mótun sjálfstilfinningar

Mikilvægur grunnur að sálfélagslegum þroska (persónuleika- og félagsþroska)er lagður fyrstu þrjú til fjögur árin í lífinu. Á þessu lífsskeiði lærirbarnið að skilja að það er eitt og aðrir í umhverfinu eru annað og að þaðog aðrir geta verið ólík í hegðun og upplifað á ólíkan hátt. Danskisálfræðingurinn Tove Hvid segir að á þessu lífsskeiði hafi barnið sérstakanhæfileika til að læra að þekkja eigin þarfir og tilfinningar og að skiljaað það hafi leyfi til að vera eins og það er óháð öðrum. Góðsjálfstilfinning fjallar m.a. um það að þekkja eigin þarfir og tilfinningarog að þekkja eigin mörk og annarra, og er þar með grunnur að góðumsálfélagslegum þroska. Þegar talað er um sjálfstilfinningu hér á eftir nærþað til sálfélagslegs þroska einstaklingsins.Mótun sjálfstilfinningar er háð aldri barnsins. Á öllum aldursskeiðum er þómikilvægt að aðilar úr nánasta umhverfi barnsins viðurkenni og komi tilmóts við þarfir og tilfinningar þess og að barninu sé auk þess sýnd ást og væntumþykja.

Litla barnið (0-3ja ára)

Eins og fram kemur að ofan mótast sjálfstilfinningin mikið fyrstu þrjú tilfjögur árin í lífinu. Það er í rauninni hægt að tala um „næmiskeið sem svoer byggt ofan á. Það er því áríðandi að fræða verðandi foreldra, foreldraungra barna og starfsfólk leikskóla um heppilegar áherslur í uppeldi barnasem leiða til aukinnar sjálfstilfinningar, og þar með til góðs persónuleika-og félagsþroska. Fyrstu mánuðir ævinnar hafa mikla þýðingu fyrir tilvistaröryggi mannsins. Litla barnið þarf skýr skilaboð um að það sé velkomið í heiminn hvernig svosem það er, hvað varðar útlit, kyn eða eitthvað annað. Það allra mikilvægsta fyrirbarnið fyrstu þrjú til fjögur árin er að sá sem annast það fullnægi þörfumþess, viðurkenni tilfinningar þess og reyni ekki að breyta barninu eftirs ínu höfði. Börn þurfa mismikinn svefn, næringu og snertingu. Sum börn eruhræðslugjarnari en önnur eða þurfa meiri hreyfingu og þessa eiginleikabarnsins þarf að virða burt séð frá því hverjir eða hvernig foreldrarnireru. Samstilling barns og umönnunaraðila hefur verulegt gildi og það másegja að uppalanda þurfi að vera „skuggi litla barnsins svo aðsjálfstilfinning þess verði sem mest. Beina þarf athygli litla barnsins að öðru þegar það sýnir óæskileg hegðun sýnir sig. Skammir eru niðurlægjandi fyrir barnið og veikja sjálfstilfinninguna. Röskun á tengslum barns oguppalanda þess birtist á þessu lífsskeiði helst í fæðu- og/eðasvefnvandkvæðum og oft er um hegðunarvandkvæði að ræða. Nauðsynlegt erað grípa inn í röskun af þessum toga sem fyrst og rannsóknir hafa sýnt aðmeðferðarvinna með foreldrum og ungum börnum skilar góðum árangri. Eferfiðleikar á þessu aldursskeiði eru miklir hjá eldri börnum og fullorðnum kostar það mikla vinnu hjá einstaklingnum sjálfum, hann þarf góða aðstandendur ogjafnvel aðstoð fólks ef viðkomandi vill öðlast aukna sjálfstilfinninguog þar með aukna persónulega- og félagslega hæfni.

Leikskólabarnið (3ja-6 ára)

Leikskólabarnið þarf sömu tilfinningalegu viðurkenningu og virðingu oglitla barnið. Mikilvægt er að hlusta á barnið á virkan hátt. Í því felst að taka tillit til þess sem barnið segir eða gerir þannig að uppalandinn skiljitilfinningar og líðan bak við orðin eða hegðunina og geti hjálpað barninuað skilja sjálft sig og þar með auka sjálfstilfinninguna með því að færa ástandið í orð. Á þessu aldursskeiði fer ramminn (reglurnar) að hafagildi. Rannsóknir fræðimannsins Diönu Baumrind sýna að fastur rammiaðlagaður vitsmunaþroska hefur jákvæð áhrif á sálfélagslegan þroska, en of mikil undanlátssemi eða yfirráðasemi veikir sjálfstilfinninguna. Ef góð sjálfstilfinning er fyrir hendi þá lærir barnið að skilja gildi þessað fara eftir reglum og börn með góða sjálfstilfinningu spyrja gjarnan út íreglur og þurfa að sannfærast um gildi þeirra áður en þeim er hlýtt. Ef hegðunarerfiðleikar eru til staðar á þessu aldursskeiði þá hefur það komið í ljós að mjög kerfisbundnar uppeldisaðferðir, sem byggjast áfélagsmótun og jákvæðum samskiptum, hafa afgerandi áhrif á framvinduvandans. Foreldrafræðsla hefur mest áhrif. Eins og fram kemur að ofan hefur fastur rammi aðlagaður vitsmunaþroskabarnsins jákvæð áhrif á sálfélagslegan þroska og þar með ásjálfstilfinningu. Ef ekki er um hegðunarerfiðleikar að ræða þá getur ofmikil stýring jafnvel haft neikvæð áhrif á sjálfstilfinninguna. Það ertilhneiging hjá uppalendum að stýra börnum heldur meira en nauðsynlegt er og þar með verða börn hugsanlega háðari ytri stýringu en ella. Á einstakastofnun má sjá boð, bönn, reglur og kerfi í miklum mæli, sem er algjörlegaóþörf börnum, sem ekki eiga í sérstökum erfiðleikum. Þetta á líkavið á heimilum en þar taka foreldrar gjarnan ábyrgð á verkefnum sem æskilegt er að börnin beri ábyrgð á sjálf. Þetta leiðir til þessað börn geta orðið háðari ytri stýringu en nauðsynlegt er. Mikilvægt er aðrata milliveginn varðandi ytri stýringu þar sem of mikil og of lítil ytristýring skerðir sjálfstilfinninguna. Þessir áhersluþættir eiga einnig við í uppeldi eldri barna.

Ástin

Ást og væntumþykja þurfa að vera til staðar á öllum aldursstigum svo að barnið öðlist góðasjálfstilfinningu. Það að vera elskaður óháð því hvernig maður erskiptir miklu máli. Ást og væntumþykju má tjá á ýmsa vegu ogtjáningarformin geta verið mismunandi eftir aldri barnsins. Það sem mestuskiptir er að barnið finni á öllum aldursskeiðum að það er elskað alvegóháð því hvað það getur eða gerir.

Að lokum

Menn eru ekki á eitt sáttir um hversu mikil áhrif umhverfisins eru ásálfélagslegan þroska en ef vitnað er í barnageðlækninn Margréti Mahler þátalar hún um þrjá þætti sem eru mest ráðandi um andlegt heilbrigðieinstaklingsins. Það eru meðfæddir eiginleikar, samspil barns og móður eðauppalanda fyrstu æviárin og almennar aðstæður barns á uppvaxtarárum. Umhverfið hefur áhrif, það hafa rannsóknir á sviði uppeldis- og sálfræðisýnt, en hversu mikil áhrifin eru er óskilgreint. Hræðsla umhverfisins við að leyfa einstaklingnum að vera hann sjálfur erríkjandi og kemur það ekki síst fram í umræðu um AGA í þjóðfélaginu í dag. Umræðan snýst fyrst og fremst um agaleysi íslenskra barna og aðnauðsynlegt sé að herða reglur til að bæta ástandið. Í þessu sambandi ermikilvægt að skoða gildi sjálfstilfinningar og leiðir til að efla hana ístað þess að einblína einungis á frekari reglur, boð og bönn. Skortur ásjálfstilfinningu leiðir til óöryggis sem kallar á frumstæðar aðferðir tilað lifa af og þar með skerta hæfni í samskiptum. Ef börn fá tilfinningalegaviðurkenningu og virðingu og er leiðbeint í takt við vitsmunaþroska á hverju aldursskeiði leiðir það til góðrar sjálfstilfinningar. Einstaklingur með góða sjálfstilfinningu og góðan innri kjarna, þekkirþarfir sínar, tilfinningar og mörk og er þar með h&a elig;fur í tengslum sínum viðsjálfan sig og aðra. Góð sjálfstilfinning leiðir af sér góðanpersónuleikaþroska og þar með góðan félagsþroska og háa tilfinningagreind. Sálfélagslegur þroski er regnhlífarheiti yfir persónulega og félagslegahæfni mannsins. Með því að hlúa að sjálfstilfinningunni örvast sálfélagslegur þroski og þar með má auka líkurnar á því að í samfélaginuverði skapandi og hæfir einstaklingar.

Heimildir

 1. Baumrind, D. (1971). Current Patterns of Parental Authority. Developmental Psychology monograph, , 1-103.
 2. Berger, K. (og fleiri) (1988). The Developing Person Through the Life Span.U.S.A: Worth Publishers, Inc.
 3. Goleman, D. (1996). Emotional intelligens. London: Bloomsbury.
 4. Gordon, T. (1981). Trivsel i klasseværelset. Köbenhavn: Forlaget A & K – Borgen.
 5. Hvid, T. (1990). Kroppens fortællinger. Aarhus: Forlaget Modtryk Amba.
 6. Juul, J. (1990). Selvtillid og selvfölelse. Familien, (14), 3-5.
 7. Juul, J. (1996). Ditt kompetente barn. Oslo: Pedagogisk Forum.
 8. Mahler, M. (og fleiri) (1988). Barnets psykiske födsel. Köbenhavn: HansReitzels Forlag.
 9. Nissen, P. (1997). Om prædiktion af börns sundhed og udvikling. Psykologisk Pædagogisk Rådgivning, , 267-282.
 10. Ogden, T. (1999). „Parent management training“ som foreldreopplæring.Spesialpedagogikk, 3-17.
 11. Stern, D. (1995). Barnets interpersonelle univers. Köbenhavn: Hans ReitzelsForlag.
 12. Stern, D. (1997). Moderskabskonstellationen. Köbenhavn: Hans Reitzels Forlag