Getur þú hjálpað þegar á reynir ?

 

 

 


 

 

ENDURLÍFGUN

 

 

 

Hringdu strax í 112

ef viðkomandi missir meðvitund og sýnir engin viðbrögð.

 

Beittu strax endurlífgun með hjartahnoði og blástri

ef öndun er óeðlileg.

 

Hjartahnoð og blástursaðferð

Skyndihjálp:

 

• Opnaðu öndunarveginn með því að sveigja höfuðið aftur.

• Horfðu og hlustaðu eftir merkjum um eðlilega öndun.

• Hnoðaðu á miðjan brjóstkassa með beinum handleggjum.

• Klemmdu fyrir nef og blástu í munn.

• Blástu þannig að þú sjáir brjóstkassann rétt lyftast.

• Haltu áfram að hnoða og blása á víxl þar til sérhæfð aðstoð berst.

Hnoðtaktur – 100x á mínútu

hnoða 30x blása 2x

Ef þú treystir þér ekki til að beita blástursaðferð skaltu eingöngu beita hjartahnoði, það gerir líka gagn.

AÐSKOTAHLUTUR Í ÖNDUNARVEGI

 

Alvarleg einkenni:

Viðkomandi grípur um háls og getur ekki talað eða andað og fer að blána.

Aðskotahlutur í öndunarvegi – ungbörn

Skyndihjálp

 

• Sláðu allt að 5 sinnum á milli herðablaðanna.

• Þrýstu allt að 5 sinnum á brjóstkassann.

• Endurtaktu ferlið þar til barnið andar eða sérhæfð aðstoð berst.

• Ef barnið missir meðvitund skaltu hringja í 112 og hefja endurlífgun

Aðskotahlutur í öndunarvegi – börn frá 1 árs og fullorðnir

Skyndihjálp:

• Sláðu allt að 5 sinnum þéttingsfast á milli herðablaðanna.

• Stattu aftan við viðkomandi og gríptu um kviðinn rétt fyrir ofan nafla.

• Krepptu hnefa annarrar handar og gríptu um hnefann með hinni hendinni.

• Þrýstu allt að 5 sinnum snöggt inn á við og upp.

• Endurtaktu ferlið þar til aðskotahluturinn hrekkur úteða sérhæfð aðstoð berst.

• Ef viðkomandi missir meðvitund skaltu hringja í 112 og hefja endurlífgun.

SLYS

Eftir hátt fall, harðan árekstur eða bílveltu skal hringja í 112 og láta flytja viðkomandi til læknisskoðunar –án tillits til þess hvort áverkar sjáist.

Tryggðu öryggi á slysstað

• Stöðvaðu umferð að slysstað.

• Settu öryggisþríhyrning í um 200 metra fjarlægð.

• Slökktu eld.

• Skorðaðu bílflak ef hætta er á að það velti.

• Aftengdu rafmagn ef um rafmagnsslys er að ræða.

Brunasár

Skyndihjálp:

• Stöðvaðu brunann.

• Kældu brennda svæðið strax með volgu vatni.

• Ef bruninn nær yfir stórt svæði skaltu hringja í 112.

Blæðing

Skyndihjálp:

• Stöðvaðu blæðinguna:

– Þrýstu þétt á sárið með því hreinasta sem er við höndina.

– Bættu umbúðum á sárið ef blæðir í gegn.

– Lyftu blæðandi útlim.

• Hreinsaðu öll óhreinindi úr sárinu með vatni ef blæðing er lítil.

• Ef um er að ræða skurð þarf að sauma hann innan 6 klst.

Höfuðhögg

Einkenni alvarlegs höfuðhöggs:

Rot, sljóleiki, minnistap, uppköst,höfuðverkur, krampaflog.

Skyndihjálp:

• Athugaðu meðvitund og öndun.

• Hringdu strax í 112 ef alvarleg einkenni koma fram.

• Haltu við höfuð og háls; gerðu ráð fyrir hálsáverka.

• Þó að engin alvarleg einkenni komi fram skaltufylgjast með viðkomandi í a.m.k. 6 klst.

Beinbrot

Skyndihjálp:

• Stöðvaðu blæðingu.

• Forðastu að hreyfa útlim nema öryggi viðkomandi sé ógnað

BRÁÐ VEIKINDI

Bráðaofnæmi

Einkenni: Öndunarerfiðleikar, bólga á vörum,tungu eða í hálsi, útbrot, hraður hjartsláttur.

Skyndihjálp:

• Hringdu í 112.

• Aðstoðaðu við notkun adrenalínpenna ef viðkomandi á slíkan penna.

Flog

Skyndihjálp:

• Hringdu í 112.

 

• Verðu viðkomandi fyrir meiðslum.

• Tryggðu að ekkert þrengi að hálsi eða hefti öndun.

• Vertu hjá viðkomandi þar til kastið líður hjá.

• Reyndu að leggja hann á hliðina.

• Ekki setja neitt upp í hann.

Sykursýki – of lágur blóðsykur

Einkenni: Breyting á hegðun, skjálfti,fölvi, sviti, hungurtilfinning, krampar.

Skyndihjálp:

• Gefðu viðkomandi sykur (djús, gos, sykurmola) ef hann getur kyngt.

• Hringdu í 112 ef viðkomandi getur ekki kyngt eða vaknar ekki.

Brjóstverkur

Einkenni: Verkur fyrir brjósti vinstra megin, oft með leiðni út í handlegg og/eða háls. Sviti og ógleði.

 

Skyndilegur brjóstverkur hjá einstaklingi eldri en 35 ára getur verið vegna kransæðastíflu.

Skyndihjálp:

• Hringdu í 112.

• Reyndu að tryggja kyrrð og ró.

• Hagræddu viðkomandi í þægilega stöðu.

• Aðstoðaðu hann við að taka lyf hafi læknir ávísað þeim.

• Ef viðkomandi hættir að anda eðlilega skaltu hefja endurlífgun með hjartahnoði og blæstri.

Að veita sálrænan stuðning

• Komdu viðkomandi í rólegt umhverfi og verðu hann fyrir utanaðkomandi áreiti, t.d. síma og fjölmiðlum.

• Hlustaðu á viðkomandi. Leyfðu honum að tala um atburðinn ef hann er tilbúinn til þess.

• Sýndu viðkomandi virðingu þó hegðun hans og viðbrögð séu framandi.

• Sýndu umhyggju og hlýju.

Eftir áfall á viðkomandi ekki að keyra og æskilegt er að hann mæti ekki í vinnu &iacu te; að minnsta kosti einn dag.

Fyrstu viðbrögð:

1: Tryggðu öryggi

2: Hringdu í

3: Beittu strax endurlífgun ef engin viðbrögð eru við áreiti og öndun er óeðlileg

4: Stöðvaðu blæðingu með því að þrýsta á blæðingarstað

efni þetta er birt með góðfúslegu leyfi og byggt á bæklingi Rauða kross Íslands.

Netfang: central@redcross.is . vefur: http://www.raudikrossinn.is

 

3

 

4