Gátlisti – slysagildrur á heimilum

Nei
Eru lyf, vítamín, snyrtivörur, hreinsiefni og önnur hættuleg efni geymd í hirslum með barnalæsingu?
Eru hnífar, skæri og önnur beitt áhöld geymd þar sem barnið nær ekki til?
Eru rafmagnstæki þar sem barnið nær ekki til?
Er eldavélin föst við vegg?
Er eldavélin þannig búin að ofnhurðin hitni ekki að utan eða er hún með ofnhlíf?
Er öryggislæsing á ofni eldavélarinnar?
Er hlíf fyrir eldavélahellum þegar vélin er í notkun?
Er hlíf fyrir rofum eldavélarinnar?
Er sápan í uppþvottavélina geymd í læstum skáp?
Eru hitastýrð blöndunartæki á handlaug, sturtu og baðkeri?
Er skemill fyrir barnið til að standa á í baðherberginu?
Er hálkumotta í baðkeri eða sturtubotni?
Er barnið alltaf undir eftirliti fullorðinna í baði?
Hanga rafmagnssnúrur niður á gólf eða liggja þær eftir gólfum þar sem barnið getur náð til þeirra?
Er lekastraumsrofi til staðar í húsinu og er hann í lagi?
Er öryggislæsing á öllum gluggum sem hindrar að glugginn opnist meira en 10 cm?
Ef handrið er í húsinu eða við húsið er bilið milli rimla meira en 10 cm?
Er sjónvarpið fast á hillu eða er borðið sem það stendur á veggfast?
Eru allar frístandandi hillur, skápar og kommmóður veggfastar?
Er öryggislæsing á myndbandstækinu þannig að barnið geti ekki sett hendina inn í tækið?
Er gengið þannig frá rimla- eða rúllugardínum að snúrur hangi ekki niður þar sem barn getur náð að setja þær um hálsinn á sér?
Er fatnaður barnsins með reimum í hettu eða hálsmáli?
Er öryggishlið fyrir stigaopum uppi og niðri?
Eru hættulegar hurðir sem skellast í gegnumtrekk og geta klemmt litla fingur?
Eru eitraðar plöntur á heimilinu?
Er barnið eitt að leika sér með plastpoka, blöðrur eða smádót?
Eru miðstöðvarofnar sem hitna mikið óvarðir?
Er eldvarnarteppi, slökkvitæki og reykskynjari á heimilinu?
Er barnið skilið eftir eitt á skiptiborði?
Er beisli í barnavagni / kerru?
Er beisli í barnastól við matarborðið?
Eru oddhvöss horn á húsgögnum varin?
Er öryggisgler í borðplötum og glerskápum?
Er númer neyðarlínunnar við símann?
Er öryggislæsing á svalarhurð?

Birt með góðfúslegu leyfi Árvekni, Átaksverkefni um slysavarnir barna og unglinga