G – Þvagfæralyf, kvensjúkdómalyf og
kynhormónar

Flokkun lyfja eftir verkun

Þegar lyf eru flokkuð eftir verkun er hér á landi oftast stuðst við alþjóðlegt flokkunarkerfi sem kallast ATC– kerfið (Anatomical-Therapeutical-Chemical-Classification). Lyfjunum er skipt í aðalflokka eftir því á hvaða líffæri þau eiga að hafa áhrif og er hverjum flokki gefinn einn bókstafur. Flokkunum er síðan skipt í undirflokka eftir sjúkdómum sem lyfið á að verka á og hverjum undirflokki gefið tveggja tölustafa númer. Loks er þessum undirflokkum skipt eftir efnafræðilegri gerð lyfsins.

G – Þvagfæralyf, kvensjúkdómalyf og kynhormónar

Þessi lyf eru notuð við ýmiss konar kvensjúkdómum og einnig tilheyra getnaðarvarnalyf þessum flokki.

G 01 Lyf við sýkingum í kynfærum kvenna
G 02 Önnur kvensjúkdómalyf
G 03 Kynhormónar og lyf sem hafa örvandi áhrif á kynfæri
Hormónar til getnaðarvarna
Andrógen
Estrógen
Prógestógen
Prógestógen og estrógen í blöndum
Gónadótrópín og önnur lyf sem hafa örvandi áhrif á egglos
G 04 Þvagfærasýkingalyf
Lyf við þvagleka
Lyf við stinningarvandamáli
Lyf við góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun