Fræðileg umfjöllun um appelsínuhúð

Einkenni, orsök og meðferð.

Mikið hefur verið rætt og skrifað um cellulite eða appelsínuhúð. Oftar en ekki er umfjöllun um appelsínuhúð byggð á misskilningi eða auglýsingarmennsku, þar sem ekki er stuðst við fræðilega þekkingu á efninu.

Fyrsta umfjöllun um appelsínuhúð sem vitað er um er frá árinu 1816, en þá var farið að tala um hnúta undir húð, svo þessi umræða er ekki ný af nálinni. Hér á eftir verður fjallað um skilgreiningu á appelsínuhúð, einkenni, orsök og meðferðarúrræði.

Skilgreining:

Appelsínuhúð er skilgreind sem staðbundnar breytingar og ójafnvægi í starfsemi undirhúðar, sem breytir lögun á kvennlíkama.

Um 85% kynþroska kvenna eru með appelsínuhúð, þetta er ekki sjúkdómur heldur visst ástand í húð.

Algengast er að appelsínuhúð myndist á rassi, mjöðmum og lærum, einnig á kviði og upphandleggjum.

Offita og appelsinuhúð er ekki það sama. Offita er ofvöxtur í fituvef, en í appelsínuhúð sjást margar breytingar í húðinni, smáæðum og í fituvefnum sjálfum.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að á þeim svæðum sem appelsínuhúð er, getur verið allt að 35% minna blóðflæði. Minnkað blóðflæði getur valdið bjúg, og breytingum á efnaskiptum í vefnum og þannig valdið ofvexti og stífnun á bandvef á svæðinu. Þetta eru harðir hnútar, (appelsínuhúð) sem finnast við þreifingu.

Þverskurður af húð. Léleg blóðrás sem veldur því að bandvefur milli fitufruma stífnar og bólgnar fitufrumur eiga þátt í því að mynda appelsínuhúð

Eftir því sem ástandið versnar verður appelsínuhúðin sýnilegri og húðsvæðið verður aumt viðkomu. Einnig verður húðsvæðið kaldara viðkomu. Hægt er að flokka appelsínuhúð í stig eftir ástandi húðarinnar:

  • Stig 1: Engin sjáanleg einkenni, en einkenni sjást við smásjárskoðun á vef.
  • Stig 2: Appelsínuhúðin sést, þegar klipið er í húðina eða vöðvar eru spenntir. Minni hiti er í húðinni og minni teygjanleiki.
  • Stig 3: Bólstrað útlit húðar er sjáanlegt í hvíld. Húðin er aum viðkomu og kaldari. Minni teygjanleiki. Æðar, sem næra svæðið, stífna og veggirnir þykkna, bláæðar frá svæðinu víkka út.
  • Stig 4: Sömu einkenni og á stigi þrjú bara sýnilegri hnúðar og aumari. Húðin köld líflaus og mött.

Einnig er húðin flokkuð í harða, slappa eða bjúgkenda húð.

Heilbrigð húð með góðri blóðrás og sléttu yfirborði

Orsök appelsínuhúðar

Helstu orsakir appelsínuhúðar eru taldir eftirfarandi:

  • Östrógen hormón hefur áhrif á appelsínuhúðina. Ástand húðarinnar versnar við meðgöngu, á blæðingum og við östrógen meðferð.
  • Erfðir og kynferði eru einng áhrifavaldar.
  • Kynþáttur: Hvítar konur hafa meiri tilhneigingu til að mynda appelsínuhúð en asískar eða svartar. Suðrænar konur mynda frekar appelsínuhúð á mjöðmum, en norrænar á maganum.
  • Lífstíll: Röng samsetning fæðu hefur áhrif. Mikil neysla fitu og kolvetna veldur hækkun á insulíni í blóði og veldur þ.a.l. fitusöfnun. Mikil saltneysla veldur vökvasöfnun. Trefjalítil fæða getur valdið hægðatregðu sem getur valdið mótstöðu blóðflæðis frá fótum. Kyrrseta stuðlar einnig að versnun á appelsínuhúð með A) Minni vöðvamassa B) Slappleika vöðva og sina. C) Lélegri vöðvapumpu í fótum sem leiðir af sér lélegra blóðflæði frá fótum. Þröngar buxur geta einnig valdið lélegra blóðflæði frá fótunum. Háir hælar minnka vöðvapumpu í kálfum, sem er mikilvæg fyrir flutning bláæðablóðs. Langar setur eða stöður.
  • Reykingar og áfengisnotkun

Meðferðarúrræði.

Eina meðferðin, sem hlotið hefur náð hjá bandaríska lyfjaeftirlirinu (F.D.A.) heitir Endermologie, en það er meðferð með sérstakri vél, sem myndar neikvæðan þrýsting í húðinni og eykur þannig blóðflæði til fituvefsins og teygir á bandvefsþráðum.

Meðferðin er veitt undir eftirliti heilbrigðisstarfólks þar sem hún veldur, allt að 30% aukningu á blóðflæði í fótum,(*) að auki eyskt sogæðaflæði umtalsvert.

Meðferðin stuðlar að auknum teygjanleika húðar, sem verður stinnari og sléttari viðkomu. Þessi meðferð minnkar mjólkursýru í vefjum og er stundum notuð af íþróttafólki til að minnka eymsli eftir æfingar.

Fitusog minnkar ekki appelsínuhúð, en Endermologie er einnig notað til að minnk a misfellur í húðinni eftir fitusog.

Lyfja og snyrtivöruframleiðendur hafa enn ekki náð að sýna fram á með vísindalegum niðurstöðum virkni á sínum vörum til að minnka appelsínuhúð.

Eins og fram kemur hér að framan er hreyfing nauðsynleg til að koma í veg fyrir að appelsínuhúðin versni, en því miður er líkamsrækt ekki meðferð við appelsínuhúð. Keppniskonur í íþróttum eru með appelsínuhúð, þrátt fyrir vel þjálfaðan líkama.

(*) Aukning á blóðfæði getur verið áhættusamt fyrir fólk með ákv.heilsufarsvandamál s.s. sykursýki eða hækkaðan blóðþrýsting.

Heimildir

Hermitte, R. (1987). Cellulite. Cosmetics and Toiletries (102) 61-64.
Kinney, B. (1999). Cellulite treatment: A myth or reality: A prospective randomized, controlled trial of two therapies, endermologie and aminophylline cream. Plastic and Reconstructive Surgery 28,1115-1116.
Marenus, K. (1997) Cellulite etiologie. Dermatologic Surgery 23, 1177-1181.
Rosenbaum, M. Prieto, V. Hellmer, J. Boschmann, M. Krueger, J. Leibel, R. og Ship, A. (1998).An Exploratory investigation of the morphology and biochemistry of cellulite. Plastic and Reconstructive Surgery(101)7, 1934-1939.
Rossi, A.B. og Vergnanini (2000). Cellulite a review. Journal of European Academy of Dermatology and Venerology. 14 251-262.

Vefur Systrasels, systrasel.is