Starfssvið (hlutverk):
Fótaaðgerð er meðferð á fótameinum fyrir neðan ökkla, þ.e. á yfirborði húðar og tánöglum. Í starfi fótaaðgerðafræðinga felst:
- skoðun á hreyfigetu og álag á fætur, ástand húðar og nagla meti.
- klipping og þynning tánagla
- fjarlægt sigg og líkþorn
- vörtumeðferð
- meðferð á inngrónum tánöglum m.a. með stál- eða plastspöngum
- sérhæfð meðferð á fótum sykursjúkra: húðin skoðuð, hreyfigeta, mæling á tilfinningu, næmni, sársauka, blóðflæði, sárameðferð og ráðgjöf.
- hlífðarmeðferð, sem felur í sér m.a. gerð skóinnleggja og sílikon stoðhlífa, bæði til réttingar og hlífðar fótum.
Ráðgjöf varðandi:
- fótaumhirðu
- barnafætur
- val á skóm og öðrum fótabúnaði.
Við hverju má búast í fyrstu heimsókn þinni til fótaaðgerðafræðings?
Fótaaðgerðafræðingar taka á móti þér eins og annað fagfólk í heilbrigðisstéttum.
Þú gefur greinargóðar upplýsingar um heilsufar þitt og líkamlegt ástand, og þau lyf sem þú tekur að staðaldri.
Dæmigerð fótaaðgerð hefst á því að fæturnir eru látnir í volgt fótabað sem fylgt er eftir með skoðun á fótunum áður en meðferð hefst og henn lýkur oftast með fótanuddi. Slík meðferð tekur að jafnaði um 45 – 60 mínútur. Sérmeðferðir geta tekið lengri eða skemmri tíma, en hver fótameðferð er einstaklingsbundin.