Forréttur: Túnfisktartar með thai vinaigrette

Túnfiskur:

80 g ferskur túnfiskur
10 g skalot-laukur
2 basilblöð
Örlítil sítrónuolía
Nýmalaður svartur pipar
Maldon salt

Túnfiskurinn er saxaður og laukurinn líka, öllu blandað saman og pressað niður í viðeigandi form, hvolft á disk.

Thai vinaigrette:

1 msk lime-safi
50 ml ólívuolía
1 tsk sesamolía
1 tsk sojasósa
¼ saxaður rauður pipar (chilli)
1/8 hvítlauksgeiri, saxaður
Örlítill púðursykur
Saxað kóreander og basil

Öllu blandað saman nema olíunni. Hún er sett hægt út í síðast.

Sósan sett í hring um tartar-hraukinn.

Borið fram með rocket-salati (klettasalati) og tómatkjöti

Aðrar uppskriftir á NetDoktor.is