Ferðamannabólusetningar

Það er alltaf spennandi að ferðast um heiminn og upplifa nýjar víddir á fjarlægum slóðum.

Ferðagleði hefur aukist jafnt og þétt á síðustu áratugum með bættum samgöngum og nú þykir ekki lengur orðið tiltökumál að fara til fjarlægra heimsálfa. Það sem gleymist oft í gleðinni við undirbúning ferðar eru forvarnirnar sem snúa að heilsunni.

Heimsálfurnar fjarlægu bjóða upp á ógleymanlega upplifun bara við það eitt að stíga úr flugvélinni. Afríka, Asía, S.-Ameríka og eylönd bjóða einnig uppá miður skemmtilega sjúkdóma sem geta reynst fólki lífshættulegir sé ekki hugað að forvörnum.

Forvarnir eru einn liður í því að gera sér þessar ferðir ógleymanlegar án þess að bjóða hættunni heim.

Mikilvægt er að afla upplýsinga um bólusetningar og bóka tíma með góðum fyrirvara helst 4-6 vikum áður en lagt er í ferðina. Einungis er hægt að bólusetja gegn hluta alvarlegra og framandi sjúkdóma sem ferðamenn geta smitast af á ferðalögum erlendis og ekki er alltaf ástæða til bólusetningar. Það er alltaf matsatriði hvaða bólusetningar eru ráðlagðar og hefur m.a. staðsetning, aðbúnaður, árstíð, tímalengd dvalar og almennt heilsufar ferðalangs áhrif þar á.

Einstaklingar með langvinna sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma, sykursýki eða nýrnasjúkdóma ættu að ráðfæra sig við lækni í góðum tíma fyrir brottför.

Helstu sjúkdómar sem þarf að huga að forvörnum fyrir eru:

· Lifrabólga A og B

· Taugaveiki

· Mænusótt

· Barnaveiki

· Stífkrampi

· Mýgulusótt

· Heilahimnubólga

· Blóðmýtlusótt

· Malaría

Bólusetningar eru besta forvörnin gegn flestum þessara sjúkdóma. Bólusetningar eru einfaldar í framkvæmd en þurfa að vera framkvæmdar af fagaðila með reynslu og þekkingu í ónæmisvörnum ferðamanna.

Heilsuvernd býður upp á skjóta og góða þjónustu á þessu sviði, reynda lækna og hjúkrunarfræðinga sem sjá um framkvæmd, fræðslu og eftirfylgni fjölbólusetninga ef óskað er.

Skoðið hofin og hallirnar en ekki sjúkrahúsin!

Gerið ferðina ógleymanlega án þess að hafa áhyggjur af heilsunni.