Exem

Hvað er Exem ?

Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð.

Atopískt Exem er algengasta tegundin og er algengast hjá börnum. Orsök atopísks exems er óþekkt en fylgni við ofnæmi er vel þekkt (Atopic merkir að viðkomandi er viðkvæmur fyrir ofnæmisvökum).

Talið er að þrír af hverjum tíu sem leita til heimilislæknis með húðvandamál  séu greindir með atopiskt exem og fjöldi þeirra sem greinast eykst með ári hverju. Enginn munur virðist vera milli kynja né kynþátta á tíðni sjúkdómsins.

Mörg börn fá fyrstu einkenni um exem á fysta ári og talið er að um 80% greinist fyrir fimm ára aldur.

Hvaða áhrif hefur exem ?

Atopískt exem er misslæmt. Sumir hafa lítil einkenni með litla og fáa bletti af þurri húð. Aðrir geta haft verri einkenni eins og sprungur í húð, sár á húð og jafnvel blæðandi.

Hjá flestum börnum dregur úr einkennum og þau hverfa jafnvel alveg eftir því sem þau eldast. Þannig er talað um að í 53% tilfella hverfi einkennin fyrir 11 ára aldur  og í 65% tilfella séu einkennin horfin fyrir 16 ára aldur. Exem hefur marktæk áhrif á daglegt líf þeirra sem þjást af slæmu exemi. Áhrifin geta verið bæði andleg og líkamleg og oft erfitt að fást við. Hins vegar eru til ýmis meðferðarform sem geta hjálpað til við að hafa stjórn á einkennunum og halda sjúkdómnum niðri.

Einkenni atopisks exems:

Einkenni exems er í flestu tilfellum alltaf til staðar en stundum blossar sjúdómurinn upp og einkenninn versna. Þá er gjarnan þörf að meiri meðferð.

Atopískt exem getur valdið því að húðin verði:

·         þurr,

·         kláði í húð,

·         rauð,

·         rofin,

·         þykknuð og

·         sprungin.

Þegar sjúkdómurinn blossar upp getur bæst við:

·         Mikill kláði , rauð, heit, þurr og flagnandi,

·         Blaut, vessandi, bólgin og,

·         Bakteríusýking í húð  (venjulegast af völdum staphylococcus).

Einkennin fara eftir því hve slæmur sjúkdómurinn er.  Þeir einstaklingar sem eru með sjúkdómin á lágu stigi fá væg einkenni svo sem litla þurrkabletti og kláða af og til á meðan þeir sem eru með sjúkdóminn á háu stigi þá geta áhrifin verið þau að húðin er undirlögð af þurrkablettum, stöðugur kláði og vessandi húð.

Þörfin til að klóra sér getur truflað svefn og eins haft þær afleiðingar að það fari að blæða úr húðinni.  Það getur líka gert illt verra að klóra sér og vítahringur skapast þar sem kláðinn getur aukist. Hjá börnum getur þetta haft þær afleiðingar að þau fá ekki nægan svefn og eigi erfitt með að einbeita sér á daginn við leik og störf.

Helstu orsakir:

Atopískt exem er arfgengur sjúkdómur en ekki smitandi. Sjúkdómurinn getur versnað vegna ýmissa utanaðkomandi þátta eins og hárum af gæludýrum og frjókornum og eins innri þátta eins og streitu og hormónamagni.

Arfgengir þættir:

Rannsóknir gefa til kynna að atopískt exem stafi fyrst og fremst af arfgengum þáttum. Hins vegar er ekki búið að finna orsakagenið.

Ef foreldrar barns eru með atopískt exem eru miklar líkur á að barnið fái líka sjúkdóminn. Rannsóknir hafa til dæmis sýnt fram á að 60% barna sem eiga foreldri með atopískt exem séu líka með exem og í þeim tilfellum þar sem báðir foreldrar  hafa verið með atopískt exem eru 80% barna líka með sjúkdóminn.

Umhverfisþættir:

Það eru nokkrir þættir í umhverfinu sem geta gert atopískt exem verra.

Ofnæmisvaki (allergen) eru efni sem geta kallað fram óeðlileg viðbrögð í líkamanum. Þetta er kallað ofnæmisviðbragð. Sumir algengustu ofnæmisvakarnir sem geta gert atopískt exem verra eru:

·         rykmaurar,

·   & nbsp;     hár af gæludýrum

·         frjókorn.

Ýmsir algengir ofnæmisvakar í fæðu geta líka haft þessi áhrif, eins og :

·         kúamjólk,

·         egg,

·         hnetur,

·         soja,

·         hveiti.

Þessir ofnæmisvakar í fæðu hafa áhrif á  um 10% barna með atopískt exem en það er tiltölulega sjaldgæft að  þeir hafi áhrift til versnunar á sjúkdómnum hjá fullorðnum.

Hormónabreytingar:

Margar konur finna fyrir breytingu á sjúkdómnum eftir því hvar þær eru staddar í tíðahringnum. Það er vegna þess að breytingar á magni hormóna í líkamanum getur haft áhrif á einkennin.

Um það bil 30% kvenna með exem finna fyrir því að sjúkdómurinn blossar upp nokkrum dögum fyrir blæðingar. Þungun getur einnig haft áhrif á sjúkdóminn og allt að 50% kvenna finna fyrir versnun á einkennum á meðgöngu.

Streita

Þó það sé þekkt að streita hefur neikvæð áhrif á sjúkdóminn  þá er ekki fyllilega vitað með hvaða hætti það gerist. Sumir telja að sjúkdómurinn versni við álag á meðan aðrir telja að það sé sjúkdómurinn sem valdi streitu.

Árstíðir

Flestir með sjúkdóminn finna að einkennin skána eða batna yfir sumartímann og versna á veturna. Aðalástæðan er talin vera sú að loft er rakara  á sumrin sem gerir húðþurrkinn minni.

Hreyfing:

Flestir finna fyrir versnun við að svitna. Þess vegna er mikilvægt að verða ekki of heitt við æfingar með því aðgæta þess að drekka vel og gera regluleg hlé á meðan á æfingum stendur ef mögulegt er.

Greining:

Heimilislæknir getur greint sjúkdóminn með því að fá upplýsingar um einkennin og skoða húðina. Mikilvægt er að hann fái að vita hvort það er einhver fjölskyldusaga um exem og annað sem gæti haft áhrif á sjúkdóminn eins og astmi og ofnæmi.

Mikilvægt er að komast að því hvort og þá hvaða þættir geta orsakað versnun á sjúkdómnum. Þar er mikilvægt að hafa í huga atriði eins og þvottaefni, mýkingarefni og gott getur verið að halda matardagbók til að komast að því hvort eitthvað í mataræðinu sé að hafa áhrif til hins verra.

Meðferð:

Þó svo engin einföld lækning sé til við atopísku exemi er hægt að fást við einkennin með ýmsum hætti. Hjá börnum dregur venjulega smá saman úr einkennunum með hækkandi aldri þeirra.

Það sem hægt er að gera sjálfur:

Forðast að klóra sér: Þó svo kláði sé einn að fylgifiskum exems er mikilvægt að muna að  það að klóra sér ertir húðina enn meira og kallar á meiri kláða. Eins eykur klórið hættu á sýkingu þar sem það getur leitt til þess að það fari að blæða úr húðinni.

Hins vegar getur verið afar erfitt að sleppa því alveg. Með því að klippa neglur og hafa þær stuttar minnkar mögulegur skaði. Ungabörn eru gjarnan sett í sérstaka vettlinga til að varna þeim frá að klóra sig.

Forðast ofnæmisvaka: Ef vitað er hvaða ofnæmisvakar verða til þess að exemið versnar er um að gera að forðast þá í lengstu lög.

Hægt er að gæta að því að ekki verið of heitt í húsinu með því að draga úr kyndingu. Gott er að ganga í fötum úr náttúrulegum efnum þar sem viðkomandi svitnar síður og forðast sápur og mýkingarefni sem geta haft áhrif til versnunar.

Ekki er mælt með því að reyna að uppræta rykmaura af heimilum þar sem það er bæði afar tímafrekt og nánast útilokað samkvæmt rannsóknum.

Mataræði:
Best er að framkvæma meiriháttar breytingar á fæðu í samráði við lækni. Þetta á einnig við ef um er að ræða barn með exem og það er á brjósti – þá er best að móðirin fái réttar ráðleggingar hjá sínum lækni.Áburður/krem

Rakakrem eru til þess gerð að viðhalda raka og teygjanleika &iacu te; húðinni til að draga úr þurrki og minnka líkur á að hún springi. Krem eru einn af mikilvægustu þáttunum í meðferð á exemi.

Margar tegundir af rakakremum eru til og stundum getur þurft að prófa nokkrar þeirra áður en það sem hentar best er fundið.

Flestir þurfa að nota fleiri en eina tegund af kremi til lengri eða skemmri tíma. Til dæmis eru sum ekki ætluð til að nota á andlit. Eins eru kremin misjöfn eftir húðtegundum –feit krem eða áburður eru þá gjarnan notuð á mjög þurra húð en þynnri krem og húðmjólk á húð sem er minna þurr. Rakakrem þurfa allir með þurra húð að nota.

Stundum getur þurft að skipta um tegund  af kremi ef búið er að nota það sama í langan tíma, því  áhrif þess geta dvínð  eða það fer jafnvel að valda ertingu í húðinni.

Hvernig og hvenær ? Krem á alltaf að strjúka létt yfir húðina í sömu átt og hárið vex. Forðast skal að nudda kreminu inn í húðina því það getur valdið ertingu.

Eftir þvott er best að þerra húðina gætilega og bera kremið strax á eftir. Ekki gott að aðrir noti krem úr sömu umbúðunum þar sem það getur aukið hættu á sýkingu.

Ráðlegt er að nota rakakrem oft eða að minnsta kosti tvisvar á dag jafnvel þótt einkenni séu lítil eða engin Ef húðin er mjög þurr getur verið ráðlegt að bera rakakrem á hana á allt að  tveggja til þriggja tíma fresti. Þess vegna getur verið gott að eiga rakakrem bæði heima og í vinnu/skóla og jafnvel í bílnum

Rakakrem er hægt að nota í staðinn fyrir sápu og er í raun ákjósanlegt þar sem venjuleg sápa ertir húðina og getur valdið versnun. Til eru ýmsar útgáfur af rakakremum sem ætlaðar eru fyrir bað og sturtu.

Aukaverkanir?

Algengasta aukaverkun af rakakremi eru útbrot. Húð exemsjúklinga er afar viðkvæm og getur þannig brugðist við innihaldsefnum í kreminu. Þá er mikilvægt að fá nýja tegund af kremi. Eins eru sum þessar krema með ilm og lyktarefnum sem hafa slæm áhrif á exem.

Sterakrem

Stundum þarf læknir að skrifa upp á steraáburð ef einkennin eru slæm. Barksterar draga úr bólgum og aðstoða húðina þannig við að draga úr einkennum. Styrkur steranna er misjafn og fer eftir einkennum.

Sterakrem á eingöngu og ávallt að nota undir eftirliti læknis, þar sem röng notkun getur valdið skaða.

Læknir útskýrir hve oft og á hvaða útbrot skuli bera á og eins fylgja leiðbeiningar með lyfinu. Notkun sterakrema gerir gott ef hún er vel útskýrð og framkvæmd rétt.

Antihistamín:

Antihistamín  eru lyf sem koma í veg fyrir verkun histamína. Líkaminn losar histamín út í blóðrásina þegar hann kemst í snertingu við ofnæmisvaka. Einkennin af því eru meðal annars kláði, hnerri og að það rennur vökvi úr augum.

Antihistamín geta inniborið sljóvgandi áhrif eða ekki. Þau sem eru sljóvgandi eru þá notuð til að slá á einkenni svo sem kláða til að auðvelda svefn. Slík lyf eru oftast notuð í stuttan tíma í einu. Best er að taka þau inn 1 klukkutíma fyrir svefn. Sumir finna fyrir sljóvgandi áhrifum lyfsins daginn eftir og því getur verið mikilvægt að láta til dæmis vita í skólanum ef barn er á slíkum lyfjum. Það má ekki aka bíl um leið og verið er að taka þessi lyf. Antihistamín sem ekki innihalda sljóvgandi efni eru einnig kláðastillandi og þau er hægt að nota til lengri tíma í einu.

Sýkt exem:

Exem getur sýkst ef sár myndast í sprungum eða búið er að klóra til blóðs. Slíka sýkingu þarf meðhöndla með sýklalyfjum annað hvort sem áburð eða til inntöku. Oftast er um að ræða sýkingu af völdum staphylococca þar sem sú baktería lifir í eðlilegri flóru á húð en getur valdið usla ef hún kemst inn í sár. Gæta þarf að því að fá ný krem eftir sýkinguna þar sem bakterían getur verið til staðar í gömlu umbúðunum og aukið hættu á endursýkingu.

Ýmsar aðrar meðferðir eru notaðar við exemi heldur en þær sem hér eru nefndar svo sem ljósaböð með útfjólubláum geislum og ýmis böð. Þær meðferðir eru á alltaf á ábyrgð lækna því þær henta ekki hverjum sem er og þarf að vanda vel til verka svo þær gagnist.

 

Heimild: http://www.nhs.uk