Ert þú beitt ofbeldi?

Á eitthvað af neðantöldu við um maka þinn?

 • Óttastu hann undir einhverjum kringumstæðum?
 • Er hann uppstökkur, skapbráður og/eða fær bræðisköst?
 • Verður auðveldlega reiður undir áhrifum áfengis?
 • Reynir að koma í veg fyrir að þú farir þangað sem þú vilt fara, eða að þú stundir vinnu, skóla eða áhugamál?
 • Fylgist með þér hvar og hvenær sem er?
 • Ásakar þig sífellt um að vera sér ótrú?
 • Gagnrýnir þig, vini þína og/eða fjölskyldu?
 • Ásakar þig stöðugt – ekkert sem þú gerir er rétt eða nógu vel gert?
 • Segir að „eitthvað sé að þér” þú sért jafnvel „geðveik”?
 • Gerir lítið úr þér fyrir framan aðra?
 • Hefur yfirráð yfir fjármálum ykkar og krefst skýringa á hverri krónu?
 • Eyðileggur persónulegar eigur þínar af ásettu ráði?
 • Hrópar/öskrar á þig eða börnin?
 • Ógnar þér með svipbrigðum, hreyfingum eða bendingum?
 • Hótar að skaða þig, börnin eða aðra þér nákomna?
 • Þvingar þig til kynlífs?
 • Hefur hann ýtt við þér, hrint þér, slegið til þín, eða slegið/barið þig eða börnin?

(Accessing Woman Battering in Mental Health Services, 1998. Edward W. Gondolf. ISBN 0-77619-1107-3).

Birt með góðfúslegu leyfi Samtaka um kvennaathvarf