Eitranir – Eiturgufur í lokuðu rými

Lokað rými er hver sá staður sem ekki er ætlaður mönnum til íveru og þar sem safnast getur fyrir hættulegt loft. Dæmi um slíka staði eru geymar, ker, ámur, tunnur, hvelfingar, skurðir og gryfjur. Slys í lokuðu rými krefst tafarlausra aðgerða.

Hvað sérðu?
Einstaklingur í lokuðu rými biður um hjálp eða missir meðvitund.

Hvað gerirðu?
• Hringdu í Neyðarlínuna 112.
• Biddu eftir sérhæfðri aðstoð. Ekki fara inn í lokaða rýmið nema gera viðeigandi öryggisráðstafanir og hafa réttan búnað.
• Þegar sérhæft björgunarfólk er komið á staðinn reynir það fyrst að bjarga hinum nauðstadda út án þess að fara inn í rýmið. Ef björgun utan frá er útilokuð verður að fara inn með viðeigandi búnað svo sem öndunargrímu, öryggisnet eða líflínu og bjarga viðkomandi út.
• Veittu viðeigandi skyndihjálp.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands