Eitranir

Leiðir eiturefna inn í líkamann
· Um munn.
· Um húð.
· Um lungu.

Hafið eftirfarandi atriði í huga
· Stærð og aldur einstaklingsins. 
· Tegund og magn eiturefnis. 
· Hvernig eitrið barst inn í líkamann.
· Hversu langt er frá því að eitrunin varð. 

Hvað gerirðu?
· Tryggðu öryggi þitt og þess slasaða.
· Hringdu í Neyðarlínuna 112 og fáðu samband við Eitrunarmiðstöðina. Farðu eftir leiðbeiningum sérfræðinga. 
· Geymdu lyfjaglös, plöntur eða jafnvel ælu frá viðkomandi til að hægt sé að bera kennsl á eiturefnið. 
· Leggðu viðkomandi í hliðarlegu.
· Fylgstu með meðvitund og öndun.

Helstu merkingar sem finnast á umbúðum

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands