Eggjakaka með parmesan og sólþurrkuðum tómötum

Uppskriftin er fyrir fjóra

Efni:

 • 8 stór egg

   

 • 100 gr. nýrifinn paramesan ostur

   

 • ½ tsk. svartur pipar

   

 • 4-6 sólþurrkaðir tómatar – saxaðir smátt

   

 • ½ bolli sneiddar svartar ólífur

   

 • ½ bolli saxaður graslaukur

   

 • ólífu olía til steikingar

   

 • ½  poki þurrristaðar möndluflögur

Aðferð:
Hrærið saman eggin, ostinn og piparinn og hellið á góða pönnu. Passa að hafa pönnuna ekki of heita. Sólþurrkuðu tómötunum, ólífunum og graslauknum hellt strax út á. Hrærið í af og til og þegar eggjakakan er tilbúin er ristuðu möndlufögunum stráð yfir.

 

 

 

Meðlæti:
Nýbakað ljóst brauð hentar vel með þessum rétti og gott salat.

 

Vín

Eðalvín mæla með Era Sicilla Inzolia

Dásamlegt lífrænt ræktað vín frá Sikiley á Ítalíu. Þetta er létt og ávaxtaríkt, ferskt og frísklegt. Upplagt með léttum réttum eins og þessari ommilettu. Gæði útígegn. Þeir sem hafa tilhneygingu til að fá höfuðverk eftir víndrykkju ættu að prófa þetta!

Kjörhitastig til neyslu: 7 – 9° C
Fæst: er á sérlista ÁTVR (Heiðrún, Kringlan) kr. 1.090.-
Flöskustærð: 750 ml
Áfengisprósenta: 12 %