Efnabruni

Efnabruni er afleiðing þess að ætiefni komast í snertingu við húð. Slík efni halda áfram að brenna húðina þarf til þau eru fjarlægð af henni. Fjöldi efna getur valdið vefjaskemmdum og jafnvel dauða ef þau komast í snertingu við húð. Eins og þegar um hitabruna er að ræða fara vefjaskemmdirnar eftir lengd snertingarinnar, þykkt húðarinnar og styrkleika efnisins. Þrjár gerðir efna, sýrur, lútur og ýmis lífræn efni, valda flestum tilfellum efnabruna.

Skyndihjálp vegna efnabruna er nær ávalt sú sama nema þörf sé á sérstökum efnum til að stöðva brunann. Lútur (t.d. hreinsiefni fyrir niðurföll) veldur oftar alvarlegri bruna en sýrur (t.d. geymasýra) þar sem hann grefst dýpra í húðina og er lengur virkur. Lífræn efni (t.d. olíuvörur) geta líka valdið bruna.

Hvað gerirðu?
• Skolaðu efnið tafarlaust burt með miklu vatni. Nota má vatnsslöngu eða sturtu. Dustaðu þurr duftefni af húðinni fyrir skolun. Vatn getur í sumum tilfellum gert þurrefni virkt og þannig valdið frekara tjóni.
• Skolaðu í a.m.k. 20 mínútur. Vatn bæði þynna efnið og skolar því burtu. Þess þarf að gæta að eiturefnið renni ekki yfir óbrunnið svæði.
• Mikilvægt er að fjarlægja efnamengaðan fatnað sem fyrst.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.
Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands