Dökk líkamshár?

Spurning:
Komi þið sæl.
Mig langar til að spyrja um einn hlut, ég er 39 ára kvk og hef tekið eftir því að hárin á líkamanum eru að dökkna,verða nánast svört, það er búið að taka legið fyrir ca 2 árum en eggjastokkarnir eru enn til staðar, ég er ekki á neinum hormónalyfjum og blóð í lagi en ég tek nokkuð af lyfjum er þunglyndissjúklingur en er búin að vera með sömu lyfin í 3-4 ár en ég er mjög létt 46-47 kg og 160 cm, er mikið búin að velta þessu fyrir mér en er jafn nær svo ég vona innilega að þið getið gefið mér svar hvað þetta getur verið og af hverju það stafar.
Með fyrir framm þökk. Takk líka fyrir góða síðu.

Svar:
Þetta kann að hafa mjög einfaldar skýringar. Hins vegar er hægt með skoðun hjá lækni þínum að meta ástandið og ef það virkar ekki alveg eðlilegt að setja þig í blóðprufu og útiloka að neitt sé að sem þurfi frekara eftirlits eða meðferðar.

Bestu kveðjur,

Arnar Hauksson dr med.