Bruschetta með saltfisk

Hráefni:

200 gr. saltfiskur
200 ml. mjólk
100 gr. soðnar og maukaðar kartöflur
1 stilkur ferskt rósmarín
1 lárviðarlauf
50 gr. saxaðar svartar ólívur
1 foccacia (ítalskt) brauð í sneiðum

Saltfiskurinn er settur yfir til suðu í mjólkinni ásamt rósmaríni og lárviðarlaufi. Soðið við vægan hita í ca. 5 mínútur.

Þá er fiskurinn sigtaður, kældur og blandað saman við kartöflurnar. Brauðið er því næst ristað og saltfiskstappan sett ofaná ásamt ólívunum.

Aðrar uppskriftir á Doktor.is