Brjóstastækkanir vegna veikinda eða fegrunar

Ég mun koma hér inn á ýmsa þætti er varða þetta mál, en því miður þá hefur það farist fyrir hjá íslensku þjóðinni að upplýsa konur um þessi mál, því hér höfum við ekki haft aðgang að bæklingum er varða uppbyggingu brjósta, sem er miður.

Það hafa komið þó nokkuð af greinum varðandi þessi mál frá lýtalæknum en þar er að okkar mati aðeins rjóminn ofan á skálinni, þannig að okkar hópur, Von, hefur einnig sent greinar, en betur má ef duga skal.

Við höfum gert athugasemdir er varða þessi mál við Heilbrigðisráðuneyti, Landlækni og lýtalækna, og það eru allir á sama máli að það þurfi að bæta úr þessu og gefa út bækling með upplýsingum, þannig að það eigi hver og einn greiðan aðgang að þessu efni, eftir bestu vitund hefur þessi bæklingur verið í smíðum sl. 2 ár og ekki litið dagsins ljós enn.

Það sem er kannski aðaláhyggjuefni okkar, og við fáum mestu hringingarnar út af núna, eru ungu stúlkurnar sem eru að láta til skarar skríða og eru að fara í brjóstastækkanir. Málið er ekki einfalt, því það fylgja öllum aðgerðum áhættur og erum við öll á sama máli hvað það varðar. En talið er að fullþroskaður líkami kvenna sé ekki fyrr en um 22 ára aldur, en stúlkurnar eru yngri sem eru að fara í þessar aðgerðir. Það er miðað við 18 ára aldurstakmark, en þá þurfa þær ekki samþykki foreldra, en þær sem eru yngri eru að þrýsta á foreldra að samþykkja þessar aðgerðir. Þær vilja þessar aðgeðrir til að þær líti betur út að þeirra mati. Oft eru hótanir í garð foreldra ef þeir samþykkja ekki aðgerðir sem þessar. Þetta er afar erfið staða fyrir foreldra að standa frammi fyrir og hótanirnar eru af verri endanum. Vegna þessa þarf, sem fyrr er getið, meiri fræðslu og upplýsingar hvaða áhættur fylgja þessum aðgerðum, og hvað getur virkilega gerst. Það vita þessar ungu stúlkur ekki. Það er ekki verið að segja að það gerist en það getur gerst. Hér á landi er leyfð notkun á siliconepúðum sem hefur verið bönnuð í nokkrum löndum, þar sem ekki hefur tekist að sanna að þeir geti ekki valdið sjúkdómum, en því miður þá er svo talið þar til sönnun liggur fyrir í þeim málum, þannig að hér eru notaðir hlutir sem að ríkir algjör óvissa um hvort stúlkan eða konan haldi heilsu, fari hún og fái sér siliconepúða. Að missa heilsuna ungur sökum aðskotahlutar er sárt og vitum við af allt of mörgum dæmum sem jafnvel mætti rekja til þess og eru það mjög slæmar afleiðingar.

Þá er það saltvatnið en það eru siliconepúðar utan um saltvatnið, en það er talið hættuminna þar sem saltvatnið leki út í líkamann og skilar sér út á réttan hátt. Það sem hefur gleymst er að það þarf að skipta um þessa púða. Talað er um að skipta út saltvatnspúðum á 5 ára fresti og siliconepúðum á 10 ára fresti, en það gæti þurft að gera það með styttra millibili. Það þarf að fræða konur sem eru með siliconepúða um t.d. brjóstamyndatökur. Konur eiga að segja frá því ef þær eru með púða, því þeir geta hæglega sprungið í myndatökunni eða farið að leka. Einnig höfum við heyrt að ef ber myndast á bak við púðana, sést það ekki það ekki í þessum myndatökum og það er alvarlegt mál. Þetta er ekki nefnt.

Það er verið að nefna að það sé óhætt að vera með börn á brjósti þótt að siliconepúðar séu í brjóstum kvenna og ekki stafi meiri hætta af því heldur þar sem notaðar eru siliconetúttur. Þarna ætti að tala varlega því að siliconepúðar eru allan sólarhringin í brjóstunum en pelann gefur þú barninu annað slagið. Það hefur verið aðvörun í gangi erlendis vegna þessara mála. Oft finnst okkur umræðan vera svipuð og það sé verið að segja okkur að eldurinn sé kaldur og vatnið þurrt. Viljum við því brýna fyrir öllum þeim er hyggjast fara í svona aðgerðir að skrifa niður spurningar og fá afdráttarlaus svör, því þau eru til hjá þeim læknum sem framkvæma þessar aðgerðir. Við munum halda áfram að reyna að knýja fram bækling sem tryggir að allir sem áhuga hafa fái sömu grundvallarupplýsingar sem yrði öllum til mikilla bóta. Við viljum einnig taka það fram að við eigum mjög færa lækna hér á landi en okkur vantar bækling með greinargóðum upplýsingum. Betur má ef duga skal. Við sem höfum komið að þessum málum í okkar hóp erum að tala af reynslu og óskum engum þess að þurfa að ganga í gegnum það sem við höfum mátt þola, en við höfum sagt það fyrr í þessari grein að það hefur ekki tekist að sanna, en teljum okkur fórnarlömb þar til annað liggur fyrir. Reyndar eru þó nokkrar konur hér á landi skráðar í skaðabótasjóð í USA þar sem farið er fram á skaðbætur vegna siliconepúða. Þessi málaferli væru ekki í gangi ef allt væri í lagi með þetta efni, og sem dæmi þá er þessu oft líkt við málaferlin vegna tóbaksframleiðenda.

Verið er að fjalla um þessi mál hjá Evrópuráðinu núna, þ.e. hvernig skuli staðið að þessum málum í Evr&o acute;pu og erum við svo heppnar að við höfum átt kost á því að senda greinargerðar varðandi þessi mál á Íslandi.

Von, sjálfshjálparhópur fyrir konur sem gengist hafa undir brjóstauppbyggingar

Heimasíða Vonar www.von.is

Netföng þar sem hægt er að lesa sér til um erlendis:

www.cpr4womenandfamilies.org http://europa.eu.int/comm/enterprise/medical_devices/index.htm

www.fda.gov/cdrh/breastimplants/index.htlm

von@emax.is