Breyttar venjur

Einungis þú getur gert breytingar…
taktu fyrstu skrefin í átt
til heilbrigðara lífs

Fyrsta skrefið, sem þú tekur til að grennast og
lifa heilsusamlegra lífi, er að breyta matarvenjum
þínum, með því að neyta færri hitaeininga, og
hreyfa þig meira.
Þetta eru varla nýjar fréttir ef þú ert of þung eða
þungur. Lífið er fullt af freistingum og til þess að
ná markmiðum þínum þarft þú að breyta daglegum
venjum.
Markmiðið með þessum bæklingi er að vekja
athygli þína á aðferðum sem geta hjálpað þér að
hefjast handa við að breyta um lífsstíl.

Bækling má nálgast í heils sinni hér.