Börn og netið

Netið færir “heiminn” inn í stofu landsmanna, þann góða – en einnig þann heim sem er óæskilegur börnum. Bæklingur þessi er hugsaður sem stuðningur við foreldra til að vernda börn sín og tryggja að þau séu að nota netið og spjallrásir á sem öruggastan hátt.

Að vafra á netinu er líkt og að fá stórborg inn í stofu. Ekki þykir foreldrum æskilegt að barn þeirra sé eitt á ferð í slíkri borg. Því þurfa foreldrar í upphafi að skoða “netheiminn” með börnum sínum, líkt og þau væru að kenna þeim að umgangast umhverfi sitt á jávæðan en öruggan hátt. Að hjálpa börnum sínum að gæta skynsemi á netinu hjálpar þeim að muna eftir hættunum sem einnig leynast þar.

En barnið mitt veit meira um netið en ég?

Margir fullorðnir geta fundið fyrir hræðslu eða öryggisleysi sem tengjast notkun netsins, og hafa ekki svör við þeim hugtökum og þeirri tækni sem felst í notkun þess. Sérstaklega á þetta við um spjallrásir netsins. Þrátt fyrir að börn hafi kunnáttu umfram foreldra sína þá þurfa þau leiðsögn og vernd. Það er því nausynlegt að þú kynnir þér öryggisreglur netsins.

Hvað er “spjallrás”?

Hægt er að líkja spjallrásum sem ætlaðar eru börnum við skólalóð, þar sem fjöldi barna eru saman komin. Þau spjalla tvö og tvö saman eða í hópum, Ólíkt sýnilegum leikvelli er netspjall staður þar sem þáttakendur skrá sig inn á sama netþjón og geta spjallað saman án þess að gefa upp hver þau raunverulega eru. Þátttakendur á spjallrásum skrá sig undir notendanafni, sem sjaldan er þeirra eigið nafn. Allt sem skráð er á almennum spjallrásum birtist samstundis öllum þeim sem skráðir eru inn í það skiptið. Til eru aðilar sem skrá sig inn á spjallrás með það að markmiði að hlera samtöl annarra.

Hvers vegna líkar börnum og unglinum spjallið?

Þeir foreldrar sem keypt hafa GSM síma fyrir börn sín vita hvað þau hafa gaman af því að spjalla í símann. Að senda SMS skilaboð er mjög vinsælt meðal barna og unglinga. Burtséð frá því hvort börnin eru að tala saman úti á leikvelli, í skólanum eða með SMS skilaboðum vita þau við hvern þau eru að tala, en það vita þau ekki þegar þau eru að spjalla á netinu. Þegar þið skráið ykkur inn á spjallrás gefið þið upp dulnefni eða gælunafn og getur því látist vera hver sem er. Það að vera í hlutverki einhverrar persónu sem þið skapið á netinu er hluti af “skemmtuninni”. Bak við grímuna getur notandinn óhræddur daðrað, klæmst eða verið með hræðsluáróður og sagt hluti sem hann myndi öllu jöfnu ekki gera í sýnilegum samskiptum. Börnum og unglingum líkar vel sá hraði sem er í samskiptum á netinu og sú staðreynd að þetta er þeirra einkaheimur sem foreldrarnir vita sjaldnast af. Þeir foreldrar sem eytt hafa tíma á spjallrásum vita að stór hluti þeirra samskipta sem þar fer fram birtist sem innantómur og dulinn.

Hvar liggja hætturnar?

Börn og unglingar geta auðveldlega ánetjast heimi spjallsins. Það getur haft í för með sér minnkandi færni í félagslegum samskiptum og minnkandi námsáhuga. Mesta hættan er þó fólgin í því að þau kynnist einstaklingum sem óska eftir því að mæla sér mót við þau úti í hinum raunverulega heimi. Börn og unglingar sem hafa gefið upplýsingar um sjálf sig, svo sem að þau séu einmanna, lögð í einelti eða séu döpur geta verið auðveld bráð fyrir þann sem hefur þörf fyrir að misnota börn og unglinga.Með því að sýna samúð og stuðning er auðvelt að vinna traust barnanna og tala þau inn á hittast úti í hinum raunverulega heimi.

Hvað get ég sem foreldri gert?

Það er útilokað að hægt sé að ritskoða netið, en sem foreldri verðum við að gera það sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að tæknin sé notuð til að skaða börnin okkar. Hér á eftir koma nokkrar  öryggisreglur sem þú sem foreldri ættir að kynna þér:

  • Staðsetjið tölvuna á opnu svæði, ekki inn á herbergjum barnanna.

  • Eyddu tíma í að vafra um á netinu með barninu og leyfðu því að kenna þér hvernig netið virkar.

  • Ræðið við barnið um hugsanlegar hættur er leynast á netinu.

  • Kennið barninu á jákvæðan og öruggan hátt að umgangast netið.

  • Setjið reglur um að bannað sé að gefa upp persónulegar upplýsingar eins og:

    Nafn

    Heimilisfang

    Símanúmer

    Senda myndir

    Í hvaða skóla þau ganga

    Nöfn annarra heimilismanna.

  • Leyfið barninu ekki að umgangast ,,netvin” nema að ykkur viðstöddum.

  • Sýnið netnotkun barnsins áhuga og hvetjið það til að vafra á síðum sem er á áhugasviði þeirra líkt og leitað væri eftir góðu sjónvarpsefni.

  • Fjárfestið í öryggisloka sem lokar þeim svæðum sem óæskilegar eru börnum t.a.m. erlendum klámsíðum.

  • Skoðið ferilskrána í tölvunni reglulega til að sjá hvar barnið hefur verið að vafra.

Ef barnið verður fyrir áreitni í gegnum spjallrásir, hafið þá samband við lögreglu í síma 566 7775.

Bæklingur þessi er birtur með góðfúslegur leyfi lögreglunnar