Bólusetning gegn leghálskrabbameini

Hvers vegna er bólusetning mikilvæg?

 • Leghálskrabbamein orsakast af mannapapillomaveiru HPV)
 • Aðeins sumar gerðir mannapapillomaveira (HPV) valda
  leghálskrabbameini. Þær eru þekktar sem
  krabbameinsvaldandi
 • Bólusetning veitir þér vörn gegn algengustu gerðum
  krabbameinsvaldandi mannapapillomaveira, sem
  fyrirbyggir meirihluta leghálskrabbameinstilfella
 • Full bólusetning er gefin í þremur skömmtum á
  6 mánaða tímabili
 • Bólusetningin þolist almennt vel. Algengustu
  aukaverkanir eru staðbundinn roði, bólga eða vægur
  verkur á stungustað, sem yfirleitt varir stutt
 • Bóluefnið veldur ekki leghálskrabbameini
 • Bóluefnið hefur verið rannsakað með góðum árangri
  hjá þúsundum kvenna. Þú skalt samt strax hafa samband
  við lækni, ef þér líður illa eftir bólusetningu
 • Þótt bóluefnið veiti þér góða vörn gegn leghálskrabbameini,
  með því að fyrirbyggja smit af völdum algengustu
  krabbameinsvaldandi mannapapillomaveira (HPV), þá
  veitir það ekki vörn gegn öllum tegundum krabbameina.
  Frumubreytingar og leghálskrabbamein er aðeins hægt
  að finna með læknisskoðun. Þess vegna er mikilvægt að
  halda áfram að fara í reglulega skoðun hjá leitarstöð
  Krabbameinsfélagsins (eða hjá þínum lækni) til að láta
  taka frumustrok frá leghálsi
 • Til viðbótar við reglubundna leit (frumustrok tekið)
  geta konur nýtt sér þá viðbótarvörn gegn
  leghálskrabbameini, sem felst í bólusetningu

Hér er hægt að nálgast allan bæklinginn á pdf formi.