Bloody Mary humar m/grænmeti

Hráefni:

2 dl Bloody Mary mix (fæst í stórmörkuðum)
2 msk gin
2-3 msk Mable sýróp eða hunang
150-200 gr af humri á mann
Fínt hökkuð einiber
12 stk Cherry tómatar
4 stk vorlaukar

Aðferð:

Bloody Mary mix, gin og sýróp sett í pott og soðið í 5 mínútur.

Humarinn er tekinn úr skelinni. Snöggsteikið humarhalana á vel heitri pönnu í ca. 30-40 sekúndur.

Takið pönnuna af heitri hellunni og stráið hökkuðu einiberjunum yfir.

Að síðustu eru tómatar og laukur sett út í sósuna. Saltið eftir smekk.

Skreytt með sellerístöngli, heilum humri.

Meðlæti:

Rétturinn er góður einn og sér og einnig með salati og hrísgrjónum.

Aðrar uppskriftir á NetDoktor.is