Blóðgjöf – hvers vegna og hvernig?

Hvers vegna að gefa blóð?

Á hverju ári er þörf fyrir fjölda nýrra blóðgjafa til að leysa af hólmi þá, sem falla frá vegna sjúkdóma eða annarra ástæðna. Ef viðkomandi er heilbrigður einstaklingur, á aldrinum 18-60 ára og ert þyngri en 50 kíló, geturðu orðið blóðgjafi.

Hvernig gefurðu blóð í fyrsta sinn?

Hægt er að fara í blóðbankann, fylla út heilsufarsskýrslu og blóðsýni er tekið, til að kanna blóðflokk og blóðmagn auk þess sem blóðið er skimað til að leita að veirum. Viðkomandi fær blóðgjafakort og að tveim vikum liðnum er hann kallaður inn til blóðgjafar ef allt reynist vera í lagi.

Áður en blóð er gefið í fyrsta sinn er ráðlegt að hafa borðað og drukkið vel. Sjálf blóðgjöfin tekur u.þ.b. 10 mínútur og er að mestu sársaukalaus að frátalinni smástungu. Ekki er nein smithætta, þar sem notaðar eru einnota nálar og pokar. Eftir blóðtökuna er gott að slaka á í 10 mínútur, og drekka djús eða annan sætan drykk.

Hvað er tekið mikið blóð?

Tekinn er hálfur lítri af blóði í hvert skipti. Það kann að hljóma dálítið harkalega, þar sem heildarmagn blóðs er 4-5 lítrar en eftir tvær vikur hefur blóðið endurnýjað sig og strangt til tekið mætti þá taka blóð aftur. Blóðgjafar gefa að jafnaði blóð tvisvar á ári. Þó kemur fyrir að gefið sé oftar ef þörfin er brýn, en aldrei oftar en þriðja hvern mánuð.

Er borgað fyrir blóðgjafir?

Hér á landi er ekki greitt fyrir blóð, og það er grundvallarregla, sem ekki er vikið frá. Hér á landi er lagt mikið upp úr því að allir blóðgjafar séu sjálfboðaliðar, ólaunaðir og ónafngreindir.

Mega allir gefa blóð?

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að ekki er ekki hægt að gefa blóð.

  • Einstaklingar með sjúkdóma eins og malaríu og smitandi lifrarbólgu geta ekki orðið blóðgjafar. Þeir sem ferðast til landa þar sem þessa sjúkdóma er að finna gefa ekki blóð í eitt ár á eftir. Þessi lönd eru: Kína, Afríka (sunnan Sahara), Suðaustur-Asía, Suður- og Mið-Ameríka, ásamt Tyrklandi, austan Istanbul (að frátöldum ferðamannastöðum á strönd Litlu-Asíu).
  • Ef það hefur verið gert gat í eyra eða annars staðar á líkamann (piercing), húðflúr, eða viðkomandi farið í nálastungumeðferð hjá einhverjum, sem ekki er læknismenntaður er ekki ráðlegt að gefa blóð vegna smithættu af lifrarbólgu.
  • Ef viðkomandi er með kossageit eða kvef ætti ekki að gefa blóð. Að sjálfsögðu á ævinlega að spyrja starfsfólk Blóðbankans ef einhver vafi leikur á.
  • Ef viðkomandi lifir áhættusömu lífi, s.s. sprautar sig með fíknilyfjum, stundar vændi, er samkynhneigður karlmaður eða hefur haft mök við manneskju frá Afríku sunnan Sahara, Indlandi, Suðaustur-Asíu eða Suður-Ameríku getur hann ekki orðið blóðgjafi. Einnig er óheimilt að gefa blóð, ef minnsti grunur leikur á alnæmissmiti.