Blóð undir nögl

Þegar fingurnögl merst safnast blóð undir henni.

Hvað gerirðu?
• Stingdu fingrinum í ísvatn eða leggðu við hann íspoka og lyftu svo hendinni.
• Léttu á þrýstingi af nöglinni með því að:
• Bora gat á nöglina með beittum hníf (það gæti verið sárt).
• Rétta pappírsklemmu úr málmi (óhúðaða) og halda henni eða augnenda saumnálar með töng yfir eldspýtu eða kveikjara þar til hún er orðin rauðglóandi. Þrýstu varlega með glóandi enda nálarinnar eða klemmunnar á nöglina þar til þú hefur brennt gat í gegnum hana og blóðið vætlar út um gatið. Í nöglum eru engar taugar, því fylgir þessu enginn sársauki.
• Leggðu umbúðir yfir nöglina.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands