Björgun úr vatni

Tilraunir til björgunar úr vatni skal gera í eftirfarandi röð: Teygja-fleygja-róa-synda.

Hvað gerirðu?
• Ef bjarga á einstaklingi sem er að drukkna er best að byrja á því að reyna að teygja sig eftir honum með léttri stöng, stiga, löngu priki eða einhverju öðru sem nær til hans. Mikilvægt er að tryggja fyrst eigið öryggi.
• Önnur leið til að ná til viðkomandi er að fleygja til hans einhverju sem flýtur svo sem tómum drykkjarkút, bensínbrúsa eða málningardós, björgunarvesti, flotholti, spýtu eða uppblásnu varadekki. Sé reipi við höndina er gott að binda það fyrst við hlutinn svo hægt sé að draga einstaklinginn að landi.
• Ef hinn nauðstaddi er utan kastfæris og einhvers konar bátur, brimbretti eða annað slíkt er nærri má reyna að róa til hans. Að stýra slíkum fleygjum krefst þjálfunar og mikilvægt er að gæta fylgsta öryggis og nota björgunarvesti. Draga á hinn nauðstadda yfir skut bátsins, ef dregið er yfir hliðina getur báturinn oltið.
• Ef engar að fyrrgreindum aðferðum eru mögulegar getur góður sundmaður sem er þjálfaður í björgun úr vatni synt til þess sem í hættu er. Slík björgun er erfið og hættuleg jafnvel í lygnu vatni og allt of oft hefur það gerst að sá sem reynir slíka björgun lendir sjálfur í háska.

Varúð: Ekki
• Synda að drukknandi manni og reyna að bjarga honum nema hafa þjálfun í björgun.
• Fara nærri ótraustum ís nema hafa eitthvað að halda í.

Björgun úr vök eða ís

Hvað gerirðu?
• Hafi einhver fallið niður um ís nærri landi má bæði reyna að ná til hans með stöng eða fleygja til hans línu með flotholti og draga hann síðan að landi.
• Ef maður hefur fallið niður um ís fjarri landi þarf björgunarmaðurinn að skríða liggjandi flatur til viðkomandi og ýta á undan sér stiga, planka eða einhverju slíku. Ef varadekk er það eina sem er tiltækt má festa reipi um það, binda hinn enda reipisins í eitthvað á landi og skríða út á ísinn með dekkið á undan sér og draga þann nauðstadda að landi.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands