Bit og stungur

Skordýrabit eru ekki algeng á Íslandi en þó ber við að fólk sé bitið af starafló, nagdýrafló, bitmýi, hunangsflugu eða geitungum.

Meðferðin við þessum bitum er engin nema fram komi ofnæmi eða sýking. Þau hverfa oftast af sjálfu sér en ef vart verður roða eða þrota á bitsvæði gæti verið nauðsynlegt að leita læknis.

Þótt oftast sé óþarfi að meðhöndla skordýrabit ættu allir að vita hvað gera skal ef ofnæmisviðbrögð gera vart við sig eða verða lífshættuleg (bráðaofnæmi).

Þeir sem fengið hafa harkaleg viðbrögð við skordýrabiti þurfa að fræðast sérstaklega um hvað þeir geta gert sér til verndar. Þeir ættu að nota SOS-nisti þar sem kemur fram að þeir séu með ofnæmi fyrir skordýrabiti.

Hvað sérðu?
Þumalputtareglan er sú að því fyrr sem einkenna verður vart því hastarlegri geta viðbrögð líkamans orðið.

Hvað gerirðu?
• Kannaðu hvort broddurinn stendur enn í húðinni. Fjarlægðu hann ef svo er því broddurinn getur haldið áfram að leka eitri í 2-3 mínútur. Skrapaðu broddinn og eiturdropa burt með einhverju hörðu eins og nögl, greiðslukorti, skærum eða hnífsblaði. Sé Sawyer Extractor (einskonar pumpa til að ná eitri upp) beitt innan þriggja mínútna má fjarlægja hluta af eitrinu með honum.
• Þvoðu bitstaðinn með vatni til að fyrirbyggja sýkingu.
• Leggðu kaldan bakstur við stungustaðinn til að hægja á upptöku eitursins og draga úr sársauka.
• Verkjalyf geta dregið úr sársauka og bólgu. Steraáburður eins og hýdrókortísón getur líka dregið úr bólgu og kláða. Ofnæmislyf geta komið að gagni og t.d. dregið úr kláða en ofnæmislyf eru of hægvirkt ef um lífshættuleg ofnæmisviðbrögð er að ræða. Adrenalín er það eina sem dugar gegn alvarlegum ofnæmisviðbrögðum.
• Fylgstu með því hvort ofnæmisviðbragð gerir vart við sig í minnst hálftíma og gefðu adrenalín hafi því verið ávísað af lækni á viðkomandi einstakling. Þeir sem hafa bráðaofnæmi eiga ávalt að hafa við höndina adrenalínsprautu.
• Ef stungan er inni í munni eða á hálsi getur verið hætta á öndunarerfiðleikum. Ef svo er skaltu fylgjast náið með því hvort öndun sé eðlileg og leita til læknis strax ef bólga hindrar öndun.

Moskítóbit
Á hverju ári eru margir Íslendingar bitnir af moskítóflugum erlendis.

 

Snákabit

 

 

Í Bandaríkjunum eru fjórar eitraðar snákategundir, skröltormar (sem eiga sök á um 65% bita eitraðra bita og næstum öllum banvænum snákabitum í Bandaríkjunum), koparnöðrur, vatnamokkasínur og kóralsnákar. Þrjár fyrstnefndu nöðrurnar eru holusnákar. Kóralsnákurinn er smár og litskrúðugur með skærrauðar, gular og svartar rendur (önnur hver rönd er gul) og svart trýni.

Mannsbit

Í munni manna er fjölbreytilegur gerlagróður. Meiri líkurnar eru á sýkingu eftir mannsbit en bit annarra blóðheitra dýra.

Hvað gerirðu?
• Þrýstu beint á sárið til að hefta blæðingu.
• Þvoðu sárið með vatni (undir krana) í 5-10 mínútur ef ekki blæðir mikið úr því.
• Settu dauðhreinsaðar umbúðir á sárið. Ekki loka því með heftiplástri eða klemmuplástri (Steri-strips) það getur lokað sýkla ofan í sárinu og aukið hættuna á sýkingu.
• Leitaðu læknishjálpar með frekari hreinsun sársins, stífkrampasprautu eða ef það þarf að sauma sárið saman.

Stunguóhöpp eftir sprautunál

Hvað gerirðu?
· Fjarlægðu nálina.
· Þrýstu á sárið, svo það blæði.
· Þvoðu svæðið með volgu sápuvatni.
· Berðu sótthreinsandi efni á sárið og settu á það plástur.
· Hringdu í lækni eða á Neyðarlínuna til að fá frekari ráðgjöf.

 

Hvað sérðu?
Moskítóbit getur valdið kláða og öðrum óþægindum en auk þess geta flugurnar verið smitberar ýmissa sjúkdóma. Í þróunarlöndunum dreifa moskídóflugur malaríu, gulu og beinbrunasótt en í Bandaríkjunum heilabólgu.

Hvað gerirðu?
• Þvoðu bitstaðinn með vatni.
• Leggðu íspoka við bitið.
• Berðu calamine-krem á bitið til að draga úr roða og kláða.
• Stundum er gott að gefa þeim sem fengið hefur mörg bit eða bregðast illa við bitum andhistamín (ofnæmislyf) á sex stunda fresti eða kortísón, ávísað af lækni.
Kóngulóarbit
Flestar kóngulær eru eitraðar og lama fórnardýr sín og drepa með eitri en þær hafa ekki nógu langar eiturtennur eða nægjanlega sterka kjálka til að bíta menn. Kóngulóabit er sjaldnast banvænt, nema bit einbúa kóngulóarinnar og svörtu ekkjunnar.

Ekki er vitað til þess að neinar hættulegar kóngulær lifi hér á landi en þær berast stundum erlendi s frá með varningi eða fólki sem hefur þær sem gæludýr.

Hvað gerirðu?
• Leitaðu strax læknishjálpar. Til er móteitur gegn biti svörtu ekkjunnar en það er yfirleitt aðeins gefið börnum (undir sex ára aldri), eldra fólki (yfir sextugu og með háan blóðþrýsting), þunguðum konum og fólki með sterk ofnæmisviðbrögð. Móteitrið hrífur innan eins til þriggja tíma.
• Reyndu að ná kóngulónni svo mögulegt sé að greina tegundina (fæstir sjá þó þær kóngulær sem hafa bitið þá) og flytja hana með þeim bitna á sjúkrahús. Það hjálpar til við ákvörðun um meðferð.
• Þvoðu bitstaðinn með vatni.
• Leggðu íspoka við bitið til að draga úr sársauka og seinka áhrifum eitursins.
• Fylgstu með meðvitund og öndun.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands