Belgmein

Á fjölmörgum stöðum í líkamanum er að finna litla vökvafyllta belgir (bursur) sem liggja á milli vöðva og sina annarsvegar og beina hinsvegar. Í líkamanum er að finna meira en 150 svona vökvabelgi. Hlutverk þeirra er að gera okkur það kleift að hreyfa okkur án sársauka með því að hindra núning. Við endurteknar hreyfingar eða þrýsting á þessa vökabelgi geta komið í þá bólgur sem valda sársauka og stirðleika. Algengast er að sjá belgmein í öxlum, olnbogum og mjöðmum en einnig er algengt að þau komi fyrir í hnjám og geta einnig komið fyrir á hælum. Í flestum tilfellum lagast bólgan á 1–2 vikum með viðeigandi meðferð, en tíðni endurkomu er há.

Herjar eru helstu orsakir belgmeina?

Belgmein koma fram við síendurteknar hreyfingar ákveðinna vöðvahópa eða við langvarandi þrýsting á belg. Belgmein geta einnig komið fram við áverka. Með aldrinum eykst hættan á belgmeinum.

Hver eru einkenni belgmeina?

Stöðug óþægindi og stirðleiki sem versna við hreyfingu.

Svæðið er bólgið og heitt viðkomu. Það fer þó svolítið eftir því á hvaða svæði belgmeinið er, t.d. ef um er að ræða mjöðm, liggur belgurinn djúpt undir vöðvunum og finnst því ekki.

Stundum er einnig roði yfir bólgusvæðinu.

Hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja belgmein?

Hita vel upp og teygja á öllum vöðvahópum áður en líkamsþjálfun er hafin. Styrktarþjálfun hjálpar til við að halda jafnvægi um liði. Ef verkir gera vart við sig, hvílið þar til þeir hafa liðið hjá.

Ef um endurteknar hreyfingar er að ræða er mikilvægt að taka sér reglulega hlé, hvíla og teygja vöðvana.

Notið mjúkt undirlag eða púða ef störf fela í sér hart undirlag t.d. á hné og olnboga.

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Sjúkrasaga og skoðun gefur miklar upplýsingar. Í sumum tilfellum getur reynst nauðsylegt að taka röntgenmynd, blóðprufur og sýni úr belgnum til að útiloka að um aðra sjúkdóma sé að ræða.

Meðferð

Í flestum tilfellum lagast belgmein á 1–2 vikum með viðeigandi meðferð.

Fyrirbyggjandi aðgerðir gegna stóru hlutverki.
Gefin eru bólgueyðandi lyf í töfluformi til að byrja með.
Nota hita- og kuldabakstra til að minnka bólgur og verki.
Hálega getur hjálpað.
Þrýstiumbúðir.