Andremma

 • Af hverju stafar andremma?

  Andremma getur átt sér margar skýringar. Hér á eftir eru taldar upp helstu orsakir andremmu:

 • Orsakir í munnholi:
  • léleg tannhirða
  • skán á tungu
  • tannskemmdir
  • tannholdsbólga
  • tannrótarbólga
  • matarleifar á milli tannanna
  • munnholssýking
  • í einstaka tilfellum illkynja æxli.
 • Orsakir í koki:
  • hálsbólga
  • skán á tungurót
  • síendurtekin hálsbólga með hvítri skán á hálskirtlunum
  • langvinnt kvef
  • í einstaka tilfellum illkynja æxli.
 • Orsakir í loftvegum:
  • langvinn bólga eða sýking í nefi
  • skútabólga (kinnholubólga og/eða ennisholubólga)
 • berkjubólga, lungnabólga.
  • Orsakir í vélinda og maga:
   • magabólgur og brjóstsviði
   • pokamyndun í vélinda. Sjaldgæft og aðallega hjá rosknu fólki.
  • Almennar orsakir:
   • illa meðhöndluð
   • langvinnir nýrnasjúkdómar.
   • Hvað er til ráða?
    • Hirða munn og tennur vel. Mikilvægt er að nota tannþráð samhliða tannburstun.
    • Nota tungusköfu ef ástæðan er skán á tungu
    • Borða grófmeti (ferskt grænmeti og ávexti).
    • Hafa samband við lækni eða tannlækni.