Alka Seltzer

Loksins fæst hið þekkta og vinsæla verkjalyf Alka-Seltzer® á Íslandi. Yfir 60 ár eru síðan Alka-Seltzer® kom fyrst á markað og er það nú eitt þekktasta verkjalyf í heiminum.  Alka-Seltzer® er fáanlegt í yfir 90 löndum og hefur fyrir löngu sannað gildi sitt sem áhrifaríkt verkjalyf.

Alka-Seltzer® freyðitöflur fást í lyfjaverslunum í 20 stk. pakkningum og eru ekki lyfseðilsskyldar.

Uppgötvunin

Hina raunverulegu uppgötvun vörunnar árið 1928 má eigna Hub Beardsley, sem síðar varð forstjóri fyrirtækisins. Á þeim tíma geisaði einn stærsti flensu- og kveffaraldur í Ameríku og hafði hann áhrif á um helming þjóðarinnar. Um tíma var fjórðungur starfsmanna Dr. Miles Laboratories óvinnufær. Desembermorgun einn árið 1928 heimsótti Hub Beardsley ritstjóra staðarblaðs. Hann komst að því að á þessum veikindatímum gat gestgjafi hans, Tom Keene, lánað sumt af starfsfólki sínu til annarra dagblaða. Svo undarlega vildi til að starfsfólk Tom Keene virtist algjörlega ónæmt fyrir veikindunum.

Hub Beardsley var svo lánsamur að uppgötva leyndarmálið bak við þetta. Af ástæðum, sem aðeins hann sjálfur þekkti, hafði Tom Keene vanið sig á að gefa starfsfólki sínu lyf við fyrstu einkenni kvefs. Lækningin hljómaði einföld: Taka blöndu af aspiríni og matarsóda (natróni) þar til einkennin eru horfin.

Herra Beardsley ákvað að prófa þessa aðferð í fyrirtæki sínu. Hann bað efnafræðinginn Maurice Treneer að þróa freyðitöflu með asetýlsalisýlsýru og matarsóda (natróni) sem aðalinnhaldsefni. Aðeins viku seinna voru fyrstu nothæfu niðurstöðurnar tilbúnar.

Innihaldsefni

Fyrsta taflan innihélt:

· 35 korn matarsódi (natrón)
· 24 korn sítrónusýra
· 1 korn magnesíum
· 1 korn kalsíum
· 1 korn fosfat
· 5 korn asetýlsalisýlsýra  1 korn < =  60,9 mg

Upphaf Alka-Seltzer

Töflurnar stóðu undir væntingum. Herra Beardsley prófaði síðan töflurnar á sjálfum sér og fjölskyldu sinni í siglingu um Miðjarðarhafið. Þar fékk hann staðfest hversu áhrifaríkt og fjölhæft þetta nýja lyf væri. Sigurgangan virtist aðeins vera spurning um tíma og árangursíka markaðssetningu.

Í upphafi var lyfið þróað undir nafninu „Aspir-Vess“ (Aspir af aspirín og Vess af freyði (effervescent). Markmiðið var að markaðssetja það ásamt öðrum freyðivörum gegnum nýstofnað sölufyrirtæki (Effervescent Products Inc.) Endanlegt nafn var „Alka-Seltzer“. „Alka“ hlutinn bendir á hæfnina til að minnka sýruinnihald vökva („alkalize“ = gera alkalískt).

Alka-Seltzer stofnað

Það var árið 1931 sem Alka-Seltzer varð raunverulega til. Stofnandi fyrirtækisins varð ekki vitni að því, þar sem hann dó árið 1929. Þetta ár urðu tímamót í sögu fyrirtækisins þar sem fyrir Alka-Seltzer átti eftir að liggja að verða vinsælasta og frægasta vara fyrirtækisins. Alka-Seltzer var boðið sem lausn á ýmsum vanda, s.s. óþægindum eins og höfuðverk, magavandræðum, kvefi, minniháttar vöðva- og gigtarkrankleika og tíðaverkjum. Á fjórða áratugnum var það auglýst sem nýtt lyf í Bandaríkjunum.

Ímynd vörunnar

Þökk sé einkunnarorðunum „aðeins í kyngingarfjarlægð“ og froðunni, hvissinu og loftbólunum í hinni freyðandi töflu (plop, plop, fizz, fizz) hafði Alka-Seltzer gríðarlega aðlaðandi ímynd. Lykilatriði voru útvarps- og sjónvarpsauglýsingar, einkum í gegnum kostun vinsælla útsendinga. Það leit út fyrir að Alka-Seltzer væri að meira eða minna leyti eðlilegur hluti daglegs lífs eða menningar í Ameríku. Sem slíkt var það eitt af hjálparmeðulum heimilisins, sérstaklega sem fyrsta hjálp.