Algengar spurningar og svör um börn í bílum

Hvað segja lögin?

 

Í 71.gr. umferðarlaga segir m.a. um börn: ,,Barn yngra en 6 ára skal í stað öryggisbeltis eða ásamt með öryggisbelti nota barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum. Ef slíkur búnaður er ekki í bifreið skal barnið nota öryggisbelti ef það er unnt“ Ennfremur segir í 71. grein . ,,Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnaða“

1. Af hverju þurfa börn sérstakan öryggisbúnað?

Börn þurfa sérstakan öryggisbúnað vegna þess að þau eru ennþá að þroskast. Beinagrind og líkami barna er miklu viðkvæmari fyrir áföllum en fullþroska manns. Þess vegna eiga börn eiga að nota öryggisbúnað sem hæfir aldri þeirra og þyngd.

Öryggisbúnaði barna er skipt í fimm flokka eftir þyngd barna.

Flokkur 0 þyngd 0-10 kg aldur til 9 mánaða
Flokkur 0+ þyngd 0-13 kg aldur til 18 mánaða

Flokkur 1 þyngd 9-18 kg aldur 9 mánaða til 3-4 ára

Flokkur 1 þyngd 9-18 kg aldur 9 mánaða til 3-4 ára
Flokkur 2 þyngd 15-25 kg aldur 3-4 til 6-7 ára

Flokkur 2 þyngd 15-25 kg aldur 3-4 ára til 6-7 ára
Flokkur 3 þyngd 22-36 kg aldur 6-7 til 10-12 ára

2. Hvernig á að flytja ungbarn heim af fæðingadeild?

 

Ungbarn á að fara í sína fyrstu ökuferð í bakavísandi ungbarnabílstól. Barn (á hvaða aldri sem er) sem er í barnabílstól sem snýr baki í akstursstefnu á 90% möguleika á að sleppa við alvarlega áverka í umferðarslysum en 50% möguleika ef barnabílstóllinn snýr í akstursstefnu.

3. Hver vegna á ekki að flytja ungbörn í burðarrúmum í bíl?

 

Barn er betur varið í barnabílstól sem snýr baki í akstursstefnu en ef það liggur útaf. Ef barnið liggur útaf er meiri hætta á að það fái tog á háls en ef það situr upprétt og hefur góðan stuðning við bakið. Aðeins á að flytja barn í burðarrúmi ef það er nauðsynlegt af læknisráði vegna fötlunar. Burðarrúmið verður að vera með hörðum hliðum og fest með sérstökum beltum í aftursæti bílsins. Belti til þess að festa burðarrúm eru til í verslunum hér á landi en þau kosta álíka mikið og ungbarnabílstóll.

4. Hvaða staður er öruggastur í bílnum?

 

Svar: Í miðjunni er farþegi öruggastur lendi bíll í árekstri ef hann er nægjanlega vel festur í sætinu. Dæmi: Ef um er að ræða barn í barnabílstól er öryggi barnsins best borgið ef það er í miðju sæti og stóllinn snýr baki í akstursstefnu.

Ef bíllinn er með hnakkapúða og þriggjafestu öryggisbelti er miðsætið besti staðurinn. Ef aðeins er tveggjafestu bílbelti í miðjusætinu þá er það ekki góðu kostur fyrir neinn og ætti að nota síðast ef val er um annað. Ef hins vegar verður að nota tveggjafestu bílbelti fyrir barn þá á það að sitja á bílpúða sem hækkar það þannig að beltið liggi á lærum (undir maganum) en ekki maga.

5. Hvort er barn öruggara frammí eða aftur í bílnum?

Svar: Í árekstri er að jafnaði öruggast að vera í aftursætinu. Ef ökumaður er einn á ferð með ungt barn í bakvísandi barnabílstól getur þó verið öruggara að hafa barnið í framsætinu. Athygli ökumannsins á að beinast að veginum, ef hann er of upptekin af því að fylgjast með barninu í aftursætinu, getur það skapað hættu. Barn í barnabílstól má þó aldrei vera í sæti sem hefur uppblásanlega öryggispúða fyrir framan sætið.

6. Hvenær á að snúa barni í barnabílstól fram?

 

Svar: Barn ætti að snúa baki í akstursstefnu eins lengi og mögulegt er. Helst þangað til það er 3ja til 4 ára gamalt. Höfuð ungs barns er mjög stórt í hlutfalli við búkinn. Sem dæmi má nefna að höfuð 9 mánaða barns er 25% af líkamsþyngd. Á fjögurra ára barni er höfuðið 18%. Höfuðið er 6% af líkamsþyngd fullvaxinnar manneskju. Sitji barn í barnabílstól sem snýr fram í árekstri framan á bílinn kastast höfuð barnsins og útlimir fram. Því yngra sem barnið er þeim mun meira álag verður á efstu hálsliði og hryggsúlu. Snúi barnið hins vegar baki í akstursstefnu dreifist höggið á bakhluta barnsins.

Þegar helmingur höfuðsins nær upp fyrir bak barnabílstóls er rétt að skipta um bílstól eða fá stól með hærra baki eða láta barnið sitja í barnabílstól sem snýr fram.

7. Er bílpúði með baki eða bílstóll sem barnið er fest í með bílbeltum góður fyrir börn sem snúa fram í bílnum?

 

Svar: Kostir þess að barn sitji á bílpúða með baki eða í barnabílstól er sá að barnið hefur góðan bak- og hliðarstuðning. Ennfremur er minni hætta &aac ute; að barnið renni niður úr öryggisbeltinu. Stýring bílbeltis á læri barnsins og öxl er líka góð með þennan öryggisbúnað. Barn sem er léttara en 15 kg ætti ekki að sitja á bílpúða. Barnabílstóll er betri kostur fyrir þau.

8. Ef ég kaupi gamlan barnbílstól, hvað má hann vera gamall?

 

Svar: Engar reglur eru til um það hvað barnabílstóll má vera gamall en árið 1995 var evrópskum prófunarreglum ECE r.44/02 barnabílstóla breytt og gerðar voru margvíslegar endurbætur á þeim. Barnabílstólar sem eru merktir ECE r.44/03 standast strangari reglur en ECE r. 44/02. Því nýrri sem barnabílstóllinn er þeim mun betri ætti hann að vera. Varað hefur verið við barnabílstólum sem eru eingöngu úr frauðplasti ( (frigolit)) og hafa ekki harða skel. Barnabílstóll verður að vera heill og ekki á að sjást á honum. Leiðbeiningar og aukahlutir eiga einnig að fylgja með. Best er að þekkja sögu stólsins. Aldrei á að nota barnabílstól sem hefur verið í bíl sem hefur lent í hörðum árekstri.

9. Hversu lengi á barn að sitja á bílpúða eða bílpúða með baki?

 

Svar: Ef bílbeltið liggur á lærum og öxl barnsins en ekki yfir maga og á hálsi er barnið orðið nógu stórt til þess að vera í sæti án upphækkunar. Einnig má hafa þá viðmiðun að flest öryggisbelti eru hönnuð til þess að verja mann sem er a.m.k 40 kg að þyngd og 140 sm á hæð. Barn sem hefur ekki náð þessari hæð eða þyngd á að sitja á bílpúða.

10. Hvaða aldri þarf barn að hafa náð til þess að nota tveggja festu bílbelti .

 

Barn þarf að vera a.m.k 15 kg að þyngd til þess að geta notað bílpúða, 7-10 ára börn sleppa líklegast best í ef þau nota þennan öryggisbúnað í árekstri. Áríðandi er að strekkja bílbeltið vel og þræða það í lykkjur eða hök á bílpúðanum sem heldur þá beltinu á réttum stað. Það eru líka til barnabílstólar sem festir eru með tveggjafestu bílbeltum og hægt er að nota í miðsætinu. Ef þeir snúa baki í aksturstefnu veita þeir börnum undir 3ja ára aldri ágæta vörn.

Ef notuð eru tveggja festu bílbelti er hættan þessi:

  • Meiri hætta er á áverkum á andliti t.d. á höfði þar sem efri hluti líkamans kastast fram við árekstur
  • Hætta er á áverkum á neðri hluta hryggjar.
  • Hætta er á að barnið renni niður úr beltinu ef það er of lítið til þess að nota slíkt bílelti.

Ástæða þess að hætta er á áverkum á andliti og höfði þegar setið er í tveggja festu bílbeltum verður vegna þess að efri hluti líkamans kastast meira fram í tveggja festu bílbelti . Barn sem situr í miðjusætinu með tveggja festu bílbelti á á hættu að kastast á bak framaætisins eða búnað í bílnum sem er á milli framsæta. Þessi hætta er því meiri sem manneskjan er hærri sem situr með tveggjafestu bílbelti.

Lesið meira um börn í bílum í kaflanum um öryggisbúnað á heimasíðu Umferðarstofu