Áhrif gosösku á heilsufar

Landlæknisembættið, Rauði Krossinn og fleiri hafa gefið út bæklinga sem ætlaðir eru almenningi til þess að fólk geti brugðist rétt við öskufalli.

Um þessar mundir berst aska frá eldgosi í Grímsvötnum. Frumathugun á öskunni bendir til að ekki sé mikið af eiturefnum í öskunni á borð við flúor. Brennisteinsvetni og brennisteinssýra eru einnig í lágmarki. Greining á kornastærð liggur enn ekki fyrir en líklegt er að gosaskan frá Eyjafjallajökli hafi verið fíngerðari en sú sem kemur nú frá gosinu í Grímsvötnum. Vindátt og aðrar aðstæður ráða því hvar askan fellur.

Gosaska getur haft áhrif á fólk en helstu einkenni eru frá

Öndunarfærum:

  • Nefrennsli og erting í nefi
  • Særindi í hálsi og hósti
  • Fólk sem þjáist af lungnasjúkdómum, t.d. astma, getur fengið berkjubólgur sem varir í marga daga og lýsir sér í hósta, uppgangi og öndunarerfiðleikum

Augum: Gosaska getur ert augu einkum ef augnlinsur eru notaðar. Helstu einkenni eru:

  • Tilfinning um aðskotahlut
  • Augnsærindi, kláði, blóðhlaupin augu
  • Útferð og tárarennsli
  • Skrámur á sjónhimnu
  • Bráð augnbólga, ljósfælni

Bæklingana má nálgast með því að smella á

Hætta á heilsutjóni vegna gosösku – Leiðbeiningar fyrir almenning 

og

Öskufall – Leiðbeiningar um viðbúnað fyrir, eftir og meðan á öskufalli stendur