Áhættumat hjarta- og æðasjúkdóma

Blóðþrýstingur er sá þrýstingur sem myndast innan í æðakerfinu þegar hjartað dælir blóði út í blóðrásina. Blóðþrýstingur er skráður með tveimur gildum: Efri mörkin (slagbilsþrýstingur) mælast þegar hjartað dregst saman og dælir blóði út í æðarnar. Neðri mörkin (hlébilsþrýstingur) mælast þegar hjartað slakar á og fyllist af blóði að nýju. Ef blóðþrýstingur er hærri en 140/90 mmHg er talað um háþrýsting. Athuga ber að fleiri en eina mælingu þarf til að greina háþrýsting, því blóðþrýstingur sveiflast talsvert. Þannig er blóðþrýstingur gjarnan aðstæðubundinn og breytilegur frá degi til dags svo og á mismunandi tímum dagsins.

Kólesteról er ein tegund blóðfitu og gegnir mikilvægu hlutverki í frumum líkamans. Það myndast í lifirinni en við fáum það jafnframt í fæðunni. Talað er um „góða“ kólesterólið og „vonda“ kólesterólið eftir því hvort það er bundið eðlisþungu (HDL) eða eðlisléttu  (LDL) fitupróteini. Venjulega er heildarmagn kólesteróls mælt í blóði ásamt því hlutfalli sem bundið er HDL. Viðmiðunargildi heildarkólesteróls í blóði eru eftirfarandi: Mjög hátt > 8; hátt 6-8; æskilegt < 6 mmól/l. Heilsusamlegt mataræði og lítil neysla á harðri fitu ásamt reglulegri hreyfingu hafa jákvæð áhrif á kólesteról.

Reykingar er sá þáttur í lífsstíl fólks sem hefur hvað alvarlegustu afleiðingarnar á heilsuna, nánast sama hvaða sjúkdómar eða líffærakerfi eiga í hlut. Þær hafa neikvæð áhrif á hjarta og æðar og eru beinn eða óbeinn orskakavaldur ýmissa krabbameina og langvinnra lungnasjúkdóma. Reykingar hafa einnig neikvæð áhrif á frjósemi, fæðingarþyngd, bein, húð, tennur og svo mætti lengi telja. Reykingar ýta undir æðakölkun sem m.a. tengist kransæðaþrengingum, kransæðastíflu, heilablóðfalli og slagæðaþrengslum í útlimum. Hár blóðþrýstngur, hátt kólesteról og reykingar eru hver um sig áhrifaþáttur í myndun hjarta- og æðasjúkdóma. Tilvist fleiri en eins þessarra þátta samtímis hefur margfeldisáhrif áhættu í för með sér eins og taflan hér að neðan sýnir.

Blóðþrýstingur  Reykir ekki 
180  3  4  4  5  6 
160  2  3  3  4  4 
140  1  2  2  2  3 
120  1  1  1  2  2 
4  5  6  7  8 
Kólesterólgildi 
Blóðþrýstingur  Reykir 

 

180  6  7  8  10  12 
160  4  5  6  7  8 
140  3  3  4  5  6 
120  2  2  3  3  4 
4  5  6  7  8 
Kólesterólgildi 

 

 

 

 

Byrjaðá að velja töflu út frá því hvort þú reykir eða reykir ekki. Út frá lóðrétta ásnum merkir þú svo inn blóðþrýstingsgildi og er þá miðað við efri mörk blóðþrýstings. Síðan merkir þú heildarkólesterólgildi í blóði inn á töfluna út frá lárétta ásnum.

Þetta próf  gefur til kynna hlutfallslega áhættu hjarta- og æðasjúkdóma.

Til dæmis ef þú reykir, ert með efri mörk blóðþrýstings 140 og kólestergildið 6, þá er áhættan að deyja úr hjarta- og æðasjúkdómi fjórfalt hærri en hjá reyklausum einstaklingi, sem er með æskilegt kólesterólgildi (lægra en 6) og 120 í efri mörkum blóðþrýstings.

Áhættumatið er byggt á grein í Expressen, www.expressen.se 2. september 2007 0907ads