Áföll – sálrænn stuðningur

Í kjölfar alvarlegra atburða getur fólk fundið fyrir erfiðum tilfinningum sem ekki er auðvelt að losna við. Best er að ræða um líðan sína og það getur líka komið í veg fyrir tilfinningaleg vandamál síðar. Miðstöð áfallahjálpar er á Landspítala háskólasjúkrahúsi.

Atburðir sem geta valdið áfalli
· Missir ættingja eða vina
· Bílslys
· Kynferðisleg árás
· Rán
· Alvarleg meiðsl
· Alvarlegur sjúkdómur
· Gjaldþrot
· Missir á fyrri getu, til dæmis líkamlegri
· Að verða valdur að alvarlegu slysi eða tjóni
· Að verða vitni að ógnvekjandi eða voveiflegum atburði

Áfallaviðbrögð
Líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð við alvarlegum atburðum líkjast viðbrögðum við erfiðleikum í daglegu lífi. Þessi viðbrögð eru þó yfirleitt sterkari og þau eru einstaklingsbundin. Einkenni eins og vöðvaspenna, svefntruflanir, andstæðar tilfinningar, sektarkennd, ótti, viðkvæmni og varnarstaða eru oft til staðar í lengri tíma eftir áfall.

Viðbrögð barna við alvarlegum atburðum eru um margt hliðstæð viðbrögðum fullorðinna. Viðbrögðin eru þó háð vitsmunaþroska barnsins hverju sinni. Sem dæmi um viðbrögð 5 ára barns má nefna að barnið getur átt það til að hágráta í fimm mínútur og fara svo allt í einu að leika sér eins og ekkert hafi í skorist.

Algengt er að einstaklingur, sem upplifir alvarlegan atburð, finni fyrir einhverjum eða öllum  neðangreindra einkenna.

Líkamleg einkenni
· Skjálfti
· Hraður hjartsláttur
· Höfuðverkur
· Magaverkur, ógleði og uppköst
· Svimi
· Sviti
· Öndurnarerfiðleikar

Tilfinningaleg einkenni
· Grátur, hlátur og reiði
· Óraunveruleikatilfinning
· Kvíði, hræðsla og doði
· Áhyggjur af því að missa stjórn á aðstæðum
· Tómleikatilfinning, finnast maður vera yfirgefinn og einangraður
· Ótti um líf sinna nánustu og framtíðina
· Hræðsla við endurtekningu atburðar sem ollu áfallinu

Hegðunareinkenni
· Erðarleysi, ofvirkni og pirringur
· Taugaveiklun
· Deyfð og skortur á frumkvæði

Sálrænn stuðningur
· Tryggðu andlegt og líkamlegt öryggi
· Sýndu ró og stillingu í athöfnum og orði
· Skapaðu örugga umgjörð, verðu fólk fyrir utanaðkomandi áreiti
· Hugaðu að frumþörfum; fæði, klæði og skjóli
· Sýndu virðingu þó hegðun og viðbrögð séu framandi
· Vertu nálægur og gefðu til kynna að þú hafir nægan tíma
· Hlustaðu og vertu reiðubúin(n) til að taka á móti tilfinningum
· Sýndu umhyggju og hlýju

Ávallt skal hafa í huga að einstaklingar eru mismunandi, hvað varðar viðbrögð og þarfir í kjölfar áfalls.

Mikilvægt er fyrir þá sem verða fyrir áföllum að þiggja hjálp og leita hennar ef þörf er á.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands