Áfengismælir

EFITR EINN EI AKI NEINN:

„Ég geri ráð fyrir að vandfundinn sé sá Íslendingur sem ekki hefur heyrt eða séð á prenti, þessi ofanrituðu kjörorð Umferðarráðs gegn ölvunarakstri“ segir Óli H. Þórðar, framkvæmdastjóri Umferðarráðs í pistli vikunnar í desember sl. „Kjörorð þetta er nokkuð komið til ára sinna en það segir samt sem áður í hnitmiðuðu máli allt sem segja þarf um regluna góðu, að hafi menn smakkað vín eiga þeir ekki að aka“.

Og Óli heldur áfram: „Mér var ljóst áður en ég lét þessi orð frá mér fara í fyrsta skipti að auðvelt væri að snúa út úr þeim og hvort sem menn trúa því eða ekki var það ég sjálfur sem fyrstur viðhafði útúrsnúninginn „eftir tvo – aktu svo“, þótt ekki segði ég það á opinberum vettvangi. Málið er það að ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ef menn gantast með eitthvað sem gert er, eða ef menn nenna að gera grín að mönnum, þá eru umræddir einfaldlega að gera eitthvað sem skiptir máli“.

Áfengi og akstur eiga ekki samleið. Dómgreind manna skerðist allverulega við áfengisneyslu og líkurnar á slysum þegar ekið er undir áhrifum margfaldast. Verum minnug kjörorða Umferðarráðs sem standa vel tímans tönn: Eftir einn ei aki neinn !

Hversu langan tíma þarf líkaminn til að losa sig við vínanda?

Áfengi er brotið niður í lifrinni með aðstoð efnahvata sem þar finnast. Við erum mislengi að brjóta niður áfengi undir venjulegum kringumstæðum en veikindi og lyf geta einnig haft áhrif á niðurbrot áfengis í líkamanum. Almenna reglan er sú að heilbrigðir fullorðnir einstaklingar brenna 1 – 1½ grammi af vínanda á hver 10 kg á klukkustund. Einstaklingur sem vegur 60 kg brennir þá 6 – 9 grömmum af vínanda á klukkustund eða sem samsvarar einni áfengismælieingu ( 12 grömm af hreinum vínanda) á 80- 120 mínútum.

Reynið gagnvirka áfengismælinn.

Ritaðu þyngd þína og hversu margra áfengismælieininga, þú hefur neytt. Sláðu svo inn hversu margar klukkustundir og mínútur eru liðnar frá því að þú drakkst síðasta drykkinn. Smelltu á hnappinn sem merktur er ,,Tímaútreikningur“ og niðurstöðurnar birtast þar fyrir neðan. Fyrri talan segir til um hámarksbrennsluhraða en sú síðari segir til um hversu lengi þú þarft að bíða til að vera viss um að þér sé óhætt að aka bifreið.

Þyngd: kg
Áfengismælieingar : (smellið hér til að reikna áfengismælieingar)

Nú eru liðnar klukkustundir og mínútur frá því að þú byrjaðir að brenna vínanda. Skrifaðu hvenær þú drakkst síðasta drykkinn til öryggis. Þó ber að hafa í huga að veikindi, lyf og annað slíkt getur haft áhrif á niðurbrot áfengis í líkamanum.

Þú mátt aka bifreið í allra fyrsta lagi eftir klukkustund og mínútur.
Viljir þú hafa vaðið fyrir neðan þig skaltu bíða í klukkustundir og mínútur.Áríðandi: Doktor.is mælir gegn því að blanda saman akstri og áfengisneyslu, sem fyrr segir er ýmislegt sem getur valdið því að niðurbrot á vínanda getur verið mismunandi milli einstaklinga og gerir þá frábrugðna ,,meðaltalsmanninum“.
Hámark vínanda í blóði ökumanna, mælt í prómillum, má ekki fara yfir 0,5.