Aðalnámskrá grunnskóla – lífsleikni

Á vef Menntamálaráðuneytisins er að finna aðalnámskrá grunnskóla sem gefin er út í tólf heftum og skiptist í almennan hluta aðalnámskrár og ellefu sérstaka greinahluta.

Í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla eru meðal annars tilgreindar kjarnagreinar, fjallað um uppeldishlutverk grunnskólans, meginstefnu í kennslu og kennsluskipan, meginmarkmið náms og kennslu og hlutfallslega skiptingu tíma milli námssviða og námsgreina. Almennur hluti aðalnámskrár grunnskóla er birtur sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.

Í greinahlutum aðalnámskrár grunnskóla, sem gefnir eru út í ellefu heftum, er fjallað um markmið, inntak og skipulag náms á tilteknum námssviðum og bera heftin þessi heiti:

 • Íslenska
 • Stærðfræði
 • Erlend tungumál
 • Heimilisfræði
 • Íþróttir – líkams- og heilsurækt
 • Kristin fræði, siðfræði, trúarbragðafræði
 • Listgreinar
 • Lífsleikni
 • Náttúrufræði
 • Samfélagsgreinar
 • Upplýsinga- og tæknimennt.

Við útfærslu greinarinnar lífsleikni er mikilvægt að hafa í huga að aðrar námsgreinar grunnskóla fela í sér lífsleikni. Þær eiga að stuðla að alhliða þroska nemandans, gera hann meðvitaðan um sögu sína og auka skilning hans á veruleik-anum. Með samþættingu viðfangsefna annarra greina við lífsleikni er mögulegt að gefa efninu meiri persónulega dýpt og merkingu en um leið auka margbreytni kjarnaviðfangs-efna í lífsleikni. Markmið námsgreina eins og íþrótta – líkams- og heilsuræktar, kristinna fræða, trúarbragða og siðfræði, lista, náttúrufræði, samfélagsgreina, upplýsinga- og tæknimennta, stærðfræði, heimilisfræði og íslensku geta því hver með sínum hætti verið samþætt markmiðum lífsleikni. Eðlilegt er að slík útfærsla sé sett fram í lífsleikniáætlun skóla enda liður í stefnumótun hvers skóla að laga greinina að stefnu sinni og sérstöðu.

Aðalnámskrá grunnskóla : lífsleikni 1999