„Á allra vörum“

Landssöfnun fyrir nýjum tækjum til að greina brjóstakrabbamein á frumstigi.

Allar konur eiga á hættu að greinast með brjóstakrabbamein. Ein af hverjum 10 konum á Íslandi greinast með brjóstakrabbamein einhvern tímann á ævinni og í dag greinast að meðaltali 3 konur í hverri viku.

Forsendan fyrir því að greina brjóstakrabbamein á frumstigi og auka þannig lífslíkur eru góð og öflug tæki til brjóstaskoðunar… og þau kosta peninga.

Því verður sérstakur söfnunarþáttur í beinni útsendingu á SkjáEinum föstudaginn 20. júní. Útsendingin er unnin í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands, forsvarskonur átaksins "Á allra vörum" og fjölmargar konur sem vinna við kvikmyndagerð og sjónvarpsframleiðslu.

Landsþekktar konur standa fyrir umræðum og skemmtiatriðum í beinni útsendingu í tvær og hálfa klukkustund auk þess sem konur munu miðla af reynslu sinni í baráttunni við brjóstakrabbamein.  Auk þess að fræða og skemmta áhorfendum munu þær kynna mikilvægi nýju tækjanna og upplýsa þjóðina um gang söfnunarinnar

Fjöldi kvenna munu leggja átakinu lið og allar gefa þær vinnu sína.

Því biðjum við þig að leggja þitt að mörkum. Þú getur hringt í 903-1000 fyrir eittþúsund króna framlag, og það skuldfærist á símareikninginn þinn, 903-3000 fyrir þrjú þúsund króna framlag og 903-5000 fyrir 5000 kr framlag.
Ef þú vilt gefa meira en 5000 kr. þá munu þjóðþekktar konur svara í símanúmerið 595-6000 á föstudaginn milli kl. 21.00- 23.30 þar sem fólki og fyrirtækjum gefst kostur á að spjalla og veita frjáls framlög.