zensitin

Gott kvöld, hvaða lyf er þetta?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Zensitin er ofnæmislyf. Cetirizín er virka efnið í Zensitin og hindrar það áhrif histamíns í líkamanum. Histamín er það efni sem veldur helstu einkennum ofnæmis, með því að koma í veg fyrir virkni histamíns má minnka einkenni ofnæmis eða koma í veg fyrir þau. Einkenni ofnæmis geta þó varað í nokkra daga eftir að byrjað er að taka lyfið.

Gangi þér vel.

Guðbjörg Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur