Vulvodinya

Góðan daginn

Var get ég nálgast upplýsingar á ísl um : Vulvodynia ??

Þarf að fræðast betur um þennan sjúkdóm

Með þökk

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Vulvodynia er lítið þekktur sjúkdómur sem lýsir sér sem sársauki eða verkir í ytri kynfærum kvenna án þekktrar ástæðu.

Sjúkdómurinn var ekki viðurkenndur sem sjúkdómur fyrr en nýlega þannig að staðreynt efni er í takmörkuðu magni og ég finn ekkert á íslensku en bendi þér á þessa umfjöllun á ensku  sem vonandi gagnast þér.