Vöxtur barna

Sæl

Langar til að athuga hvort þið getið sagt mér hvert maður leitar til að láta kanna hve stór drengurinn verður…. finnst hann kominn í hæstu hæðir og enn með galopnar vaxtalínur.

Sæl/l og takk fyrir fyrispurnina

Það kemur ekki fram hvað drengurinn þinn er gamall eða hvað hann er orðinn hár en það er mikilvægt að hafa í huga að það er mjög misjafnt hvenær börn taka út líkamsvöxt. Ef þú hefur áhyggjur af því að eitthvað sé óeðlilegt í sambandi við hæð og vöxt hjá honum ráðlegg ég þér að panta tíma hjá barnalækni.

Gangi þér vel