Vöxtur

Sælir, mig langar hrikalega að bæta við mig nokkrum sentimetrum, en ég er að verða 18 og vöxturinn hjá mér er ekki mikill eins og er.
Ég rakst á þetta á netinu og var að pæla hvort metta myndi virka og væri „legit“. Er búinn að lesa mig um þetta og sagt er að þetta sé 100% náttúrulegt og hafi alls engar aukaverkanir… Takk fyrir 🙂
http://m.ebay.com/itm/Grow-Taller-Growthmax-Plus-4-Month-Course-Gain-Height-Pills-Supplement-Tall-/251911283306?nav=SEARCH
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Hæðarvöxtur er hormónastýrður og á sér stað allt þar til vaxarlínur í beinunum lokast. Eftir það á enginn vöxtur sér stað í beinunum. Vaxtarlínur lokast á unglingsárunum samhliða því að einstaklingar taka út kynþroska.

Ef þú ert orðinn 18 ára eru allar líkur á að vaxtarlínurnar þínar séu lokaðar og þú sért búinn að taka út fullan vöxt. Þetta er hægt að sjá á röngtgenmynd.

Þess vegna er afar ólíklegt að svona efni hafi einhver raunveruleg áhrif.

Ég hvet þig til þess að fara betur yfir þetta með þínum heilsugæslulækni. Vertu stoltur af sjálfum þér, hæð skiptir engu máli heldur innrætið og persónuleikinn.

Gangi þér vel